laugardagur, desember 05, 2009

Tilraun

Smá tilraun. Ég sit við eldhúsborðið og skrifa þetta blogg. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema að tölvan mín er á sófanum, u.þ.b. þrejá metra frá mér. Þetta er ekki mont yfir því að eiga þráðlausts lyklaborð, heldur tilraun í því hversu vel mér gengur að skrifa án þess að ruglast. éÉg ætla að senda færsluna án þess að leiðrétta hana. Venjulega er ég frekar smámunasamur gagnkvart málfari og stafsetningu á blogginu mínu, ég veit ekki af hverju það nú er. Úff nú er ég að ruglast þvílíkt, jæja, það verður að hafa það. Vá, þetta á eftir að verða ein leiðinlegasta færsla sem ég hef skrifað. Það er kannski ágætt því það endurspeglar daginn minn, hann var grútleiðinlegur. Þessi helgi verður þó vonandi betri.

Á morgun er partý á skólabarnum. Þar munu spila tvær hljómsveitir og það verður eflaust gaman. Á sunnudaginn er svo planið að fara til Vínar og hitta Ósk sem kemur frá Íslandi, og auðvitað Mandý og fjölskyldu. Á mánudaginn á Ósk svo afmæli! Stór-afmæli meira að segja, hún verður aldarfjórðungs gömul. Kannski við nýtum tímann og kíkjum á jólamarkaðina í Vín og jafnvel á ljósmyndasýningu, hver veit?

Jæja, best að hætta þessu. Ég ætla að lesa yfir það sem ég skrifaði. Kannski er skemmtilegra að ég leiðrétti villurnar og segi frekar í lokin hvað ég gerði margar? Sjáum til, ég skrifa bara eftirmála um þessa glötuðu tilraun. :)

Maggi.

E.s: Þetta var bara ekki svo slæmt! Villurnar fá að standa. :p
blog comments powered by Disqus