miðvikudagur, desember 24, 2003

GLEÐILEG JÓL!

Jæja, aðfangadagur runninn upp og allir komnir í gott skap og hungrar í jólamatinn og pakkana. En ekki borða pakkana. Það lærði ég '93. Hittumst hress! :)
..:: magchen in christmas action ::..

miðvikudagur, desember 17, 2003

Samfélag

Æi hvað íslenskt samfélag er eitthvað að fara meira í taugarnar á mér þessa dagana heldur en vanalega. Allt þetta með eftirlaunafrumvarpið og það dót er bara fáránlegt. Björn Bjarnason og fleiri gera sig að fíflum í sjónvarpinu. Ég er næstum kominn á þá skoðun að Björn sé ekki bara ljótasti maður á landinu heldur að hann sé innrættur í stíl. Hef sem betur fer ekki séð mikið af honum en í viðtölum um þetta mál kom hann út eins og leiðinlegur hrokagikkur, spilltur af völdum og eigin spegilmynd.

Ég las söguna hans Togga sem birtist í Mogganum og hún snart mig auðvitað eins og flesta. Það er alveg ótrúlegt að þetta samfélag, sem að mínu viti hefur möguleika á að vera betra en flest önnur, getur hundsað svona mál og fleiri. Ekki bara mál geðveikra, heldur líka fatlaðra og fátækra til dæmis. Það þarf ekki svo mikinn pening til þess að redda þessum málum ef mið er tekið af veltu þessa samfélags. Mér finnst að menn sem skaffa sjálfum sér og samstarfsmönnum mörg hundruð milljónum hver í eftirlaun á meðan svo mikil eymd er ríkjandi í þjóðfélaginu ættu að skammast sín. Þetta eru mennirnir sem ráða og segjast auðvitað vera í góðum tengslum við þjóðfélagið.

Æi, ég kemst alltaf að sömu niðurstöðu þegar ég fjalla um stjórnmál. Eins barnaleg og auðveld þér þykir sú skoðun mín vera, þá hef ég bara óbeit á stjórnmálum yfir höfuð. Auðvitað hef ég mínar skoðanir, en ég reyni að leiða hjá mér svona vitleysu því ég er bara einn maður og get litlu breytt. Auðvitað er hægt að segja að ef allir hugsuðu svona þá væri sjálfkrafa engu hægt að breyta, en ég leyfi mér að fullyrða að mín skoðun er ekki sú sem kemur öllu í samt lag. Það er auðveldara að þykjast vita betur úr fjarlægð.
..:: maghcen ::..

fimmtudagur, desember 11, 2003

Hopla!


Ég fór í fótbolta á þriðjudaginn og tognaði á hægri ökla. Það var vont, og ég er búinn að vera ýmist haltrandi eða hoppandi á vinstri útum allt. Var að spá í að fá mér staf og kannski hatt líka og vera svoldið töff á því, en svo hætti ég við. Þetta er allt að koma til, ég get þó amk stigið í löppina núna.

Það var líka ákaflega gaman að haltra útum allt eins og fíbbl fyrir framan mörg þúsund manns í gær í höllinni. Ég fór á MUSE og tónleikarnir voru frábærir! Þvílíkt flott show, og það var sko ekki hægt að heyra á Matthew Bellamy að hann væri með kvef. Og djöfull getur hann líka spilað á píanó! Mikið var lagt uppúr því að sýna hvað hann er mikill snillingur á píanó, og ég fékk gæsahúð oft og mörgum sinnum við að heyra þessa snilld sem öll lögin þeirra eru. Ótrúlega gaman og vel peninganna virði. Það eina sem hægt er að setja útá er að þeir spiluðu of stutt, hefðu alveg mátt hafa prógrammið hálftíma lengur, þá hefði maður verið orðinn mettur, en mann langaði virkilega í meira þegar þeir voru búnir.

Ég var í stúku og það hefur sína kosti og galla. Ég hefði nottla ekkert getað verið á gólfinu í gær sökum fötlunar minnar þessa dagana, en maður hefði samt alveg viljað hoppa og slamma með flestum lögunum. Í staðinn dillaði maður sér bara með í sætinu og söng hástöfum með lögnum. Það var rosalega flott að sjá í tveimur af síðustu lögunum að allur salurinn, og þá meina ég sko ALLIR sem voru á gólfinu, hoppuðu samtímis við allt viðlagið! Það var rosalega flott sjón, mörg þúsund manns og allir samtaka og nottla þvílíkt ljósashow í gangi. Mikið um hopp og skemmtilegheit þessa dagana. Það styttist í helgi og ég veit ekkert hvort ég komist í vinnuna, ekki líklegt að maður geti gert nokkurn skapaðan hlut þegar maður getur ekki stigið almennilega í löppina. Sérstaklega í svona vinnu þar sem geta verið mikil átök.

Ég er alveg kominn í jólafílinginn, en ekki búinn að kaupa eina einustu gjöf. Aðallega búinn að vera að stússast í því að fá mér myndavél fyrir jólin. Bjarney vinkona og Brasilíuferðafélagi ætlar að kaupa hana fyrir mig í Ameríku og koma með hana heim fyrir jólin. Það verður nú gaman og þá get ég farið að sýna ykkur einhverjar ódauðlegar myndir sem ég tek á flottu stafrænu vélina mína. :þ Gleðilegan jólaundirbúning!
..:: magchen ::..

fimmtudagur, desember 04, 2003

Jólin eru tími bjórs og friðar

Já það styttist í jólin, að vísu styttist í jólin alla daga ársins. Um leið og jólin eru komin þá er farið að styttast í næstu jól. En það er aukaatriði. Ég er nottla farinn að skipuleggja jóladjammið sem verður með óhefðbundnu sniði þetta árið. Ég kemst líklegast ekki til Akureyris því ég verð að vinna alltof mikið. :( En maður verður bara að gera það besta úr hlutunum. Ég er t.d. að skipuleggja litlu jól og bústaðarferð meðal annars. :)

En núna um helgina er jólabolla í vinnunni. Og það er ekki nóg með það, heldur eru tvær! Ein í flugstöðinni og ein í bænum. Við helstu djammararnir ætlum auðvitað að reyna að fara á báðar, og verða sótölvaðir. Vonandi komumst við bara heim. Ég hef ekki góða reynslu af því þegar það er frítt áfengi, sérstaklega þegar vinnan býður. Þá ætlar maður sko aldeilis að nýta sér 'gestrisnina' og sturtar í sig. En ég ætla að passa mig í ár, það sem gerðist í fyrra fær sko ekki að endurtaka sig. Ég held ég hafi aldrei séð jafn mikið eftir einu fylleríi eins og þá. En það er leiðinleg saga.

Ef þig vantar að komast í jólafílinginn þá þarft þú bara að kíkja hingað og sækja Jólalag Baggalúts 2003. Það er rokkaðasta jólalag í heimi og er bara ýkt flott! Allir að sækja það og stilla græjurnar í botn blasta jólagleði um borg og bý!
..:: mag ::..

miðvikudagur, desember 03, 2003

Líf á minni hraða en 200 km á klst. er ekkert líf


Ég er búinn að eyða síðustu dögum í að spila Need For Speed Underground, sem er nýjasti bílaleikurinn fyrir ykkur sem ekkert vitið. Þetta er frekar undarlegt því ég er ekki vanur að spila leiki í tölvunni minni, og hvað þá að festast algjörlega í þeim sem ég þó prófa. En þessi leikur er bara algjör snilld! Þið sem þekkið mig vitið hvernig ég er, ég er algjör fanatic. Þegar ég fíla hluti þá er það bara gert á einn veg, algjörlega ýkt útí gegn. Að vísu er það líka með hluti sem ég hata, en sem betur fer eru þeir fáir. En þennan leik fíla ég í tætlur og er búinn að nauðga honum alveg útí eitt. Hann er svo ótrúlega hraður að adrenalínið flæðir allan tímann, og hjartað hamast á milljón þegar maður er að koma að síðustu beygjunni í brautinni á 250 kílómetra hraða með þrjá bíla nokkrum sekúntubrotum fyrir aftan sig og þá er nítróið gefið í botn! Alveg brilliant!

Annars er lítið að frétta af mér, en afsakar það þó engan veginn bloggleti mína. Það hefur einmitt verið tilfellið þetta rúma ár sem ég hef verið að blogga, þegar sem minnst er að gera þeim mun meiri tíma gef ég mér til að leyfa bullinu að þjóta fram úr fingurgómunum og beint inn í skammtímaminnið ykkar þar sem það dvelur í örfáar mínútur, vonandi ykkur til yndisauka, og svo er það horfið um aldur og ævi. Þetta er hringrás bloggsins. Sem er þó engin hringrás því það vantaði alveg heilan kafla þarna inní. Þótt ég þoli ekki blogg sem snúast um hve latur bloggarinn er eða hversu litlu hann hefur að segja frá þá varð ég nú bara að rita um það nokkur orð. Ég held að málið sé líka að ég er ekki búinn að breyta útliti síðunnar nýlega, og hef fengið afskaplega lítið af commentum á það sem ég hef þó skrifað. Það boðar aldrei gott. En ég veit að einhverjir hafa þó verið að lesa því teljarinn heldur áfram að telja eins og honum einum er lagið. Ef þú hefur af einhverjum ástæðum gaman af að lesa bloggið mitt, þá máttu alveg skilja eftir smá fídbakk bara til að halda þessari síðu lifandi, svo þetta verði ekki bara eitthvað monolog hjá bitrum manni á þrítugsaldri.

En það er spennandi helgi framundan og nóg að gerast! Fylgstu með því hér á bloggsíðunni, því hér er alltaf opið! (eða ætti ég kannski bara alveg að sleppa því að reyna að koma með eitthvað slagorð? Jæja, það er amk of seint.) (ný könnun!)
..:: magchen ::..