Hopla!
Ég fór í fótbolta á þriðjudaginn og tognaði á hægri ökla. Það var vont, og ég er búinn að vera ýmist haltrandi eða hoppandi á vinstri útum allt. Var að spá í að fá mér staf og kannski hatt líka og vera svoldið töff á því, en svo hætti ég við. Þetta er allt að koma til, ég get þó amk stigið í löppina núna.
Það var líka ákaflega gaman að haltra útum allt eins og fíbbl fyrir framan mörg þúsund manns í gær í höllinni. Ég fór á MUSE og tónleikarnir voru frábærir! Þvílíkt flott show, og það var sko ekki hægt að heyra á Matthew Bellamy að hann væri með kvef. Og djöfull getur hann líka spilað á píanó! Mikið var lagt uppúr því að sýna hvað hann er mikill snillingur á píanó, og ég fékk gæsahúð oft og mörgum sinnum við að heyra þessa snilld sem öll lögin þeirra eru. Ótrúlega gaman og vel peninganna virði. Það eina sem hægt er að setja útá er að þeir spiluðu of stutt, hefðu alveg mátt hafa prógrammið hálftíma lengur, þá hefði maður verið orðinn mettur, en mann langaði virkilega í meira þegar þeir voru búnir.
Ég var í stúku og það hefur sína kosti og galla. Ég hefði nottla ekkert getað verið á gólfinu í gær sökum fötlunar minnar þessa dagana, en maður hefði samt alveg viljað hoppa og slamma með flestum lögunum. Í staðinn dillaði maður sér bara með í sætinu og söng hástöfum með lögnum. Það var rosalega flott að sjá í tveimur af síðustu lögunum að allur salurinn, og þá meina ég sko ALLIR sem voru á gólfinu, hoppuðu samtímis við allt viðlagið! Það var rosalega flott sjón, mörg þúsund manns og allir samtaka og nottla þvílíkt ljósashow í gangi. Mikið um hopp og skemmtilegheit þessa dagana. Það styttist í helgi og ég veit ekkert hvort ég komist í vinnuna, ekki líklegt að maður geti gert nokkurn skapaðan hlut þegar maður getur ekki stigið almennilega í löppina. Sérstaklega í svona vinnu þar sem geta verið mikil átök.
Ég er alveg kominn í jólafílinginn, en ekki búinn að kaupa eina einustu gjöf. Aðallega búinn að vera að stússast í því að fá mér myndavél fyrir jólin. Bjarney vinkona og Brasilíuferðafélagi ætlar að kaupa hana fyrir mig í Ameríku og koma með hana heim fyrir jólin. Það verður nú gaman og þá get ég farið að sýna ykkur einhverjar ódauðlegar myndir sem ég tek á flottu stafrænu vélina mína. :þ Gleðilegan jólaundirbúning!
..:: magchen ::..