
Annars er lítið að frétta af mér, en afsakar það þó engan veginn bloggleti mína. Það hefur einmitt verið tilfellið þetta rúma ár sem ég hef verið að blogga, þegar sem minnst er að gera þeim mun meiri tíma gef ég mér til að leyfa bullinu að þjóta fram úr fingurgómunum og beint inn í skammtímaminnið ykkar þar sem það dvelur í örfáar mínútur, vonandi ykkur til yndisauka, og svo er það horfið um aldur og ævi. Þetta er hringrás bloggsins. Sem er þó engin hringrás því það vantaði alveg heilan kafla þarna inní. Þótt ég þoli ekki blogg sem snúast um hve latur bloggarinn er eða hversu litlu hann hefur að segja frá þá varð ég nú bara að rita um það nokkur orð. Ég held að málið sé líka að ég er ekki búinn að breyta útliti síðunnar nýlega, og hef fengið afskaplega lítið af commentum á það sem ég hef þó skrifað. Það boðar aldrei gott. En ég veit að einhverjir hafa þó verið að lesa því teljarinn heldur áfram að telja eins og honum einum er lagið. Ef þú hefur af einhverjum ástæðum gaman af að lesa bloggið mitt, þá máttu alveg skilja eftir smá fídbakk bara til að halda þessari síðu lifandi, svo þetta verði ekki bara eitthvað monolog hjá bitrum manni á þrítugsaldri.
En það er spennandi helgi framundan og nóg að gerast! Fylgstu með því hér á bloggsíðunni, því hér er alltaf opið! (eða ætti ég kannski bara alveg að sleppa því að reyna að koma með eitthvað slagorð? Jæja, það er amk of seint.) (ný könnun!)
..:: magchen ::..