Jólin eru tími bjórs og friðar
Já það styttist í jólin, að vísu styttist í jólin alla daga ársins. Um leið og jólin eru komin þá er farið að styttast í næstu jól. En það er aukaatriði. Ég er nottla farinn að skipuleggja jóladjammið sem verður með óhefðbundnu sniði þetta árið. Ég kemst líklegast ekki til Akureyris því ég verð að vinna alltof mikið. :( En maður verður bara að gera það besta úr hlutunum. Ég er t.d. að skipuleggja litlu jól og bústaðarferð meðal annars. :)
En núna um helgina er jólabolla í vinnunni. Og það er ekki nóg með það, heldur eru tvær! Ein í flugstöðinni og ein í bænum. Við helstu djammararnir ætlum auðvitað að reyna að fara á báðar, og verða sótölvaðir. Vonandi komumst við bara heim. Ég hef ekki góða reynslu af því þegar það er frítt áfengi, sérstaklega þegar vinnan býður. Þá ætlar maður sko aldeilis að nýta sér 'gestrisnina' og sturtar í sig. En ég ætla að passa mig í ár, það sem gerðist í fyrra fær sko ekki að endurtaka sig. Ég held ég hafi aldrei séð jafn mikið eftir einu fylleríi eins og þá. En það er leiðinleg saga.
Ef þig vantar að komast í jólafílinginn þá þarft þú bara að kíkja hingað og sækja Jólalag Baggalúts 2003. Það er rokkaðasta jólalag í heimi og er bara ýkt flott! Allir að sækja það og stilla græjurnar í botn blasta jólagleði um borg og bý!
..:: mag ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum