sunnudagur, maí 22, 2005

Say Hallelujah

Ég hélt Evróvisjón partý í gær þrátt fyrir að Ísland tæki ekki einu sinni þátt. Steinunn var samt flott og stóð sig vel þegar hún las upp stigin. Við vorum dugleg í staupunum og sumir fóru verr útúr því en aðrir! En planið var að gera þetta almennilega því þetta var fyrsta og síðasta partýið sem við höldum í þessari íbúð. Ég kíkti svo niður í bæ eftir það en endaði á því að fara ekki á neina staði heldur bara á Munkegade að spjalla og hlusta á Tracy Chapman.

Halla systir og Biggi mágur eru að fara að eignast barn og ég er rosa spenntur! Það er ekki vitað hvers kyns það er, en það kemur í ljós fljótlega. Ég er á Íslandi í huganum. Það er barnaflóð í gangi því Bebba og Hjörleifur eignuðust litla prinsessu í byrjun mánaðarins. Til hamingju með það krakkar! Ég hlakka mikið til að heimsækja ykkur þegar ég kem heim.
Magnús Sveinn.
blog comments powered by Disqus