mánudagur, maí 30, 2005

Surprize!!!

Það er víst ekkert leyndarmál lengur! Kallinn er kominn á klakann! Fyrir rúmri viku síðan ákvað ég að fara til Íslands að heimsækja nýja fjölskyldumeðliminn og auðvitað alla hina líka. Ég ákvað á sama tíma að segja engum frá því að ég væri að koma og mæta bara óvænt. Það heppnaðist líka svona vel.

Fjóla systir var sú eina sem vissi þetta og hún sótti mig á völlinn. Svo tók ég til við að hrella alla fjölskylduna mína sem hafði ekki hugmynd um að ég ætlaði að koma, allir héldu að ég kæmi ekki fyrr en eftir rúman mánuð. Það er meira segja til á vídjó þegar ég birtist og skaut fólki skelk í bringu. Vonandi fæ ég það og get sett á netið því það er rosalega fyndið.

Núna ætla ég að reyna að fá að vinna eitthvað svo ég geti komið út í plús úr þessu ævintýri. Ég næ að vera tvær vikur á klakanum, allt upplestarfríið. Svo fer ég út til að taka próf og fara á Hróarskeldu! Það eru bara 27 dagar í Hróarskeldu! :D Kveðja úr Keflavík,
Maggi.
blog comments powered by Disqus