fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Versló!

Þá er verslunarmannahelgin liðin! Ég var á Akureyri í góðu yfirlæti og skemmti mér mjög vel með fjölskyldunni minni þar. Þar gerði ég ýmislegt og hér kemur útlistun á því, miðvikud: keyrði norður með Kristjönu sys, Helenu vinkonu hennar og Jóhanni Má, fór á opnunarpartý á skemmtistað (Café Amour), fimmtud: fór út að borða í hádeginu með Starra og rúntaði svo um Akureyri með honum, hjálpaði pabba að mála húsið að utan, fór í golf með pabba, fór á tónleika með Hvanndalsbræðrum (Akureyrskri grínhljómsveit), föstud: hjálpaði pabba að flísaleggja pallinn, fór út á djammið með Kristjönu systur og vinkonum hennar á Café Amour, laugard: lá í sólbaði og heitum potti í bakgarðinum hjá pabba í geggjuðu veðri, kíkti niðrí bæ með Fjólu systur og Möggu stjúpu þar sem við sáum hljómsveitir og fórum á kaffihús (og á rósa-sýningu), fór í fjörugan "fokking" Jónas með systrum mínum og vinkonum þeirra og svo fórum við á Hjálmaball (og ég talaði mikið í símann á milli þess sem ég hlustaði á Hjálma), sunnud: fór níu holur í Frisbígolfi (eða Folfi) með Jóhanni Má, Starra og Eyþóri bróður hans á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri, borðaði yfir mig af afmælismatnum hans pabba (grillmatur: æðislegur humar,lax, og lambafillet og svo risastór geggjuð terta!), fór niðrí miðbæ í partý til vinkvenna Kristjönu og horfði þar á flugeldasýninguna (íbúðin er efst í stóru húsi sem snýr að torginu niðrí miðbæ) og svo djammaði ég aftur á Café Amour, mánud: keyrði heim með Helenu, Fjólu sys og Jóhanni Má.

Húff! Þetta var engin smá upptalning. Helgin var vel mjög vel heppnuð, takk allir sem tóku þátt í henni með mér! ;) Þetta var nú meira gert fyrir mig að telja þetta allt upp, svo að ég muni betur eftir þessari helgi í framtíðinni. Að vísu er bloggið mitt að stórum hluta til þess, til að ég geti lesið það seinna og munað betur eftir hlutunum. En auðvitað líka til að leyfa þeim að fylgast með mér sem að einhverjum ástæðum vilja það! :)

Þetta er orðin svo löng færsla að ég ætla ekki að skrifa næsta Hróarskeldudag alveg strax! Hann kemur þó að lokum, örvæntið ekki. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus