fimmtudagur, september 22, 2005

Þetta helst

Það er búið að vera nóg að gera í skólanum undanfarið. Kennararnir setja fyrir nokkuð stór verkefni í hverri viku og það hefur bara gengið vel að klára þau þannig að bæði þeir og við séum sátt við útkomuna. Á morgun kemur einhver gaur frá einhverju fyrirtæki til að meta verkefnið frá í síðustu viku. Ég var greinilega ekki mikið að fylgjast með en ég man að hann heitir Johnny.... held ég. Verkefnið var að gera eitt logo, tvær vefsíður, tvo vefbannera, tvær tímarita auglýsingar, og tvo bannera til að stilla uppí búð fyrir reiðhjólaframleiðanda (ekki raunverulegan). Og allt þetta átti að klárast í síðustu viku. Við vorum fimm saman í hóp, ég, Kolla, Birna, Elva og Lára. Þetta gekk bara nokkuð vel og ég vona að við fáum góða umsögn á morgun.

Við erum við það að tryggja okkur miða á SigurRós sem spilar í Gautaborg 3. nóvember. Búin að panta en eigum bara eftir að borga! Þannig að í byrjun nóvember er það road trip baby!!! Það verður geggjjað gaman! Við ætlum að leigja okkur níu manna van og bruna til Svíþjóðar og kannski koma við í Noregi í leiðinni, kíkja á Osló! Okkur er farið að hlakka mikið til! Ég las í viðtali við SigurRós að þeir ætluðu að spila á Íslandi í október og ég verð því miður að beila á þeim en vona að þeir verði geggjaðir! Ég tel engar líkur á öðru, enda stendur á heimasíðunni þeirra (sigur-ros.co.uk) að þeir séu alltaf að spila fleiri og fleiri lög af nýja disknum eftir því sem líður á tónleikaferðalagið. Ég hlakka svooo til! :D
Maggi.
blog comments powered by Disqus