þriðjudagur, september 13, 2005


Takk...
Nýji SigurRósar diskurinn er kominn!

Og hann er ekkert smá góður. Ég er reyndar búinn að hlusta á hann núna í nokkrar vikur, en í dag fékk ég mitt alvöru eintak í hendurnar. Ég keypti mér sérútgáfu sem verður bara gefin út í takmörkuðu upplagi og inniheldur hún meira af listaverkum eftir hljómsveitarmeðlimi og fólkið í kringum þá. Ég mæli eindregið með því að þið hlustið á nýju plötuna, og svo getiði líka nálgast tónleika á netinu sem voru haldnir í gær (11. sept) í Maryland í Bandaríkjunum. Upptökuna af þeim og viðtal við hljómsveitina finniði hérna. Í nóvember ætlum við að fara nokkur saman til Gautaborgar (já, Svíþjóð baby!) á tónleika með SigurRós. Þeir verða á fimmtudegi (3. nóv) og við ætlum að eyða allri helginni í Svíþjóð og gera eitthvað fleira skemmtilegt, fara í tívolí og svona. Það verður eflaust gaman! Oh, allt of langt að bíða. Maður verður bara að hlusta á diskinn á hverjum degi þangað til. :) Hvernig finnst ykkur svo nýji diskurinn?
Maggi.
blog comments powered by Disqus