Skopparaboltar
Maður hlustar á tónlist allan daginn, og það liggur við að maður uppgötvi eitthvað nýtt á hverjum degi. Því ætla ég að byrja á því að skrifa meira um tónlist hérna á þessu bloggi og leyfa ykkur að sækja það sem ég er að hlusta mest á.
Byrjum á tveimur skemmtilegum lögum. Jose Gonzalez er, belive it or not, sænskur! Og hann gaf út ágætan debut disk sem heitir Veneer. Ég uppgötvaði hann í auglýsingunni um Sony Bavaria sjónvörp, þar sem einhverjir klikkaðir Sony gaurar hentu 250 þúsund skopparaboltum niður bratta götu í San Francisco. Þú getur skoðað auglýsinguna
hérna og líka myndband um hvernig þeir gerðu hana. En nóg um það.
Ég er búinn að setja plötuna hans Jose vinar okkar á netið en ég mæli með því að þið sækið amk lagið Heartbeats, sem mér þykir besta lagið á disknum og er einmitt lagið sem er notað í Sony Auglýsingunni.
Jose Gonzalez
Diskurinn:
Jose Gonzalez - VeneerLagið:
HeartbeatsÞegar þið eruð búin að hlusta á Heartbeats nokkrum sinnum, þá mæli ég með því að þið sækið annað lag sem er stórskemmtilegt. Það er rímix af sama lagi með hljómsveit sem ég veit mest lítið um. Hún heitir The Knife og ég er sænsk alveg eins og Jose. Þetta er uppáhaldslagið mitt í dag! Ekki búast við því að þér þyki það skemmtilegt því það er frekar spes og ég held að aðal ástæðan fyrir því að ég fíla það svona er að ég er búinn að hlusta svo rosalega mikið á upprunalega lagið. En þið megið dæma um þetta sjálf. Hér er rímixið:
The Knife - HeartbeatsStarsailor - Four To The Floor
Annað lag sem ég vill benda á er lagið Four To The Floor með Starsailor. Það er reyndar ekkert merkilegt lag í sjálfu sér, en rímixið sem Daniel Desnoyers gerði af því er hinsvegar alveg frábært! Reyndar tekknó fílíngur í því sem leggst misvel í fólk, en mér er alveg sama, þetta er snilldar lag fyrir því. Endilega sækið báðar útgáfurnar.
Upprunalega:
Starsailor - Four To The FloorRemix:
Daniel Desnoyers - Four To The FloorEf þið hafið ábendingar um einhverja tónlist sem þið voruð að uppgötva nýlega, ekki hika við að commenta! Á meðan ég skrifaði þessa færslu fékk ég hugmynd að tíu öðrum tónlistar-færslum í viðbót! Vonandi verð ég nógu duglegur til að henda fleiri lögum á netið og skrifa eitthvað um hvað ég er að hlusta á. Ef ykkur finnst þetta skemmtilegt og viljið meira svona, let me know! Annars gerist það ekki. :)
Maggarinn.