sunnudagur, desember 04, 2005

Gúrkutíð í blogginu...?

Ekki mikið í gangi þessa dagana nema tölvugláp. Reyna að vinna þetta blessaða lokaverkefni og svona. Við höfum innan við tvær vikur eftir núna til að klára allt heila klabbið. Það hefur tafist að fá svör frá Sirkus, en við sendum þeim spurningalista sem komst loksins í réttar hendur fyrir helgi. Það klikkaði eitthvað fyrst útaf misskilningi með netföng (sem getur verið virkilega óþolandi). Þegar þessi svör fást getum við komist á gott skrið. Við erum nú samt búnir með ágætan slatta, og erum með virkilega góðar og spennandi hugmyndir sem verður gaman að koma frá sér. Á morgun ætla ég í skólann og láta kennara kíkja á það sem er komið úr skýrslunni okkar til að sjá hvort við séum ekki nokkurnvegin á réttri leið með hana. Ég veit að við erum með góða hugmynd, og öll tæki sem þarf til að hrinda henni í framkvæmd, þannig að það eina sem vantar er samstillt átak í að fylgja þessu eftir og klára þetta. Hehe, vá hvað þetta hljómaði eins og svar frá íþróttamanni að reyna að bulla sig útúr viðtali að loknum leik. Við verðum bara að gefa 110% í þetta! :p
Magnús.
blog comments powered by Disqus