mánudagur, mars 05, 2007

In Theaters July 2007

Mér hefur alltaf þótt The Simpsons skemmtilegir þættir og um tíma var ég meira að segja aðdáandi og tók alla þætti sem ég gat upp á spólu. Ég átti einhverjar tíu fullar spólur af þáttum sem er nú ágætis slatti. En svo flutti Simpsons yfir á Stöð 2 og við vorum aldrei með Stöð 2 á mínu heimili. Ég reyndi stundum að sjá þættina hjá vinum sem voru betur settir í sjónvarpsmálum en að lokum hætti ég að reyna. Ef ég slysast til að sjá þátt þá þykir mér það skemmtilegt en ég sækist ekki í það eins og áður. Í sumar kemur hinsvegar hin langþráða Simpsons bíómynd og þá held ég að gamall aðdáandi vakni nú til lífsins og maður skelli sér í bíó, með popp í annari og kók í hinni og hlægi að öllum gömlu vinunum í Springfield. Sýnishornin sem búið er að gefa út lofa mjög góðu og mæli ég með að fólk kíki á þau hér.



Dagur tvö og enn blogga ég! Svei mér þá, þetta er nú ekki svo erfitt. Kannski ég taki tvö blogg á dag í næstu viku. Eða eitt blogg á klukkutíma! Eða ég eyði öllu mínum tíma að röfla hérna inná þannig að enginn nenni nokkurntíman að lesa alla þessa vitleysu!! AAAAAAAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!

Nei, ok, ég lofa að gera það ekki.
Maggie.
blog comments powered by Disqus