fimmtudagur, mars 08, 2007

Norsk hrísgrjón

Fyndið hvað maður dæmir vörurnar sem maður kaupir mikið af pakkningunum. Maður hefur kannski ekki hugmynd um gæði einhverrar vöru en ef pakkningin lítur vel út þá bara hlýtur þetta að vera eðal-vara. Við keyptum okkur hrísgrjón um daginn. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema af því að þegar kom að því að sjóða þau kom babb í bátinn.



Pakkinn leit mjög vel út, professinal pakkningar ef svo má að orði komast. En þegar kom að því að lesa leiðbeiningarnar aftaná var augljóst að það hafði ekki mikið verið vandað til verks. Það fer eftir því í hvaða landi maður er hversu lengi maður á að sjóða grjónin.

Í Svíþjóð skulu þau sjóða í 15 mínútur og malla undir loki í 5 mínútur. Í Danmörku hinsvegar eiga grjónin að sjóða í 10 mínútur og svo heilar 10-15 mínútur undir loki. Norðmennirnir eru hinsvegar á því að grjónin eigi að sjóða í 15 mínútur og malla svo í 3-5 mínútur undir loki. Svo er pæling með aðra hluti eins og hvort það eigi að vera akkúrat 1/4 teskeið af salti eða bara um það bil. Þetta geta norrænu þjóðirnar ekki verið sammála um.



Ég sauð að lokum bara hrísgrjónin þar til mér fannst þau vera tilbúin.
Maggi.
blog comments powered by Disqus