fimmtudagur, mars 26, 2009

iChat

Það er miklum mun auðveldara að búa í útlöndum ef það er auðvelt að hafa samband við fólkið sitt. Það er gaman að nota MSN eða Facebook fyrir textaskilaboð, og svo er frábært að geta "skæpað" við fjölskylduna heima. Nú er meira að segja komið svo að flestir (næstum allir) eru komnir með makka, og þá er hægt að nota iChat. Við prófuðum í fyrsta skipti að tengja þrjár tölvur í iChat og það virkaði mjög vel! Það er líka hægt að fíflast eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. :)

Við Ósk horfðum á Breakfast at Tiffany's í kvöld sem er merkilegt fyrir þær sakir að ég hef aldrei séð hana áður! Það er auðvitað synd og skömm, en nú er ég búinn að bæta úr því. Listinn yfir klassískar myndir sem allir eiga að vera búnir að sjá en ég á eftir að sjá er reyndar alveg skammarlega langur. Ég er búinn að verða mér út um slatta af þeim og vonast til að bæta úr þessu smám saman.
Maggi.
blog comments powered by Disqus