föstudagur, mars 27, 2009

Útihlaup

Í grunnskóla fannst mér fátt leiðinlegra en útihlaup. Það var í það minnsta það allra leiðinlegasta í leikfimi, meira að segja leiðinlegra en bíp-test. Síðan þá hef ég alltaf haldið því fram að mér finnist leiðnlegt að hlaupa, en núna undanfarið hef ég komist að því að það getur verið mjög skemmtilegt!

Ég er farinn að hlaupa af og til hér um nágrennið, og þar sem við búum niðri í bæ hér í Köben þá er ótrúlega margt að sjá. Ég hef enn ekki hlaupið sömu leiðina og það er af nógu að taka. Ekki spillir fyrir að ef ég hleyp með símann minn við höndina þá get ég notað forrit sem heitir RunKeeper sem skráir niður leiðina sem ég hleyp, hversu hratt ég hleyp hverju sinni og fleiri upplýsingar í þeim dúr. Það er gaman að skoða leiðina eftirá og deila því með öðrum því það er mikil hvatning til að halda þessu áfram. Í dag hljóp ég að litlu hafmeyjunni og til baka framjá Kongens Nytorv og Nyhavn.


Maggi.
blog comments powered by Disqus