mánudagur, september 20, 2010

Ömurlegur dagur?

Í dag í Kaupmannahöfn er allt frekar grámyglulegt. Það er rigning, frekar kalt, og augljóst að haustið er alveg að koma og fáir eða engir sólardagar eftir í þessu sumri. Flestir kannast eflaust við að hugsa í svona aðstæðum, "Oj hvað þetta er ömurlegur dagur."

En það er ekki rétt! Eina sem er ömurlegt er manns eigin hugsun, það er ekkert ömurlegt við daginn. Maður ræður því algjörlega hvernig maður upplifir hlutina og það er ekki hægt að skella skuldinni á þennan dag. Hann er bara eins og hann er. :)
blog comments powered by Disqus