Ég sá þessa setningu á mbl.is fyrir nokkrum misserum og hún stakk í augun. Frekar saklaus lína í sjálfu sér, en ef maður hugsar um hana í smá stund þá sér maður að hún á aldrei við. Ég hef séð svipaðar fullyrðingar reglulega síðan, nú síðast í þessari frétt á visir.is. Þar segir Guðbjartur Hannesson ráðherrra velferðarmála meðal annars: „Ég hef áhyggjur af því fólki sem er í rauninni að standa í skilum, standa við allar sínar skuldbindingar en hefur afar takmarkaða peninga til framfærslu. Það þarf líka að hafa áhyggjur af þeim hópi ekki síður en mörgum öðrum."
Síðan hvenær er það einhver lausn að hafa áhyggjur af hlutunum? Áhyggjur eru í raun aldrei af hinu góða. Jú, áhyggur geta kannski ýtt fólki útí að gera eitthvað sem er nauðsynlegt, en er ekki betra að gera hlutina á góðum forsendum en slæmum? Maður getur stundum ekki gert neitt að því, maður hefur áhyggjur af ýmsum hlutum, það er frekar algeng tilfinning. Það ætti samt aldrei að vera val manns. Maður á ekki vijandi að hafa áhyggjur af neinu, maður á bara að gera eitthvað í hlutunum.
Engar áhyggjur!
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum