mánudagur, nóvember 15, 2004

Mánudagur til mæðu

Æðislega gaman að mæta örþreyttur í skólann á mánudagsmorgni og frétta þá að kennarinn er veikur og maður hefði getað sofið tveimur tímum lengur. Eða bíddu... NEI! Það er sko allt annað en skemmtilegt! Og nákvæmlega það sama gerðist síðasta föstudag nema þá var það annar kennari. Þeir eru eitthvað heilsulitlir greyin þessa dagana. Og ég var að lesa á mbl.is að aumingja grunnskóla-kennararnir heima á Íslandi væru voðalega slappir líka eitthvað og geta ekki mætt til vinnu. Eflaust komnir með legusár eftir þetta langa verkfall. Annars skil ég þá svosem alveg. En þetta er ömurlegt ástand fyrir alla sem koma að málinu. Vonandi finnst lausn á þessum leiðindum fljótlega.

En þrátt fyrir slappan mánudag þá var helgin mjög skemmtileg. Víí. Og á morgun er föstudagur því eins og allir vita eru bara tveir virkir dagar í Danmörku á móti tveimur helgardögum.
Maggi.
blog comments powered by Disqus