föstudagur, nóvember 12, 2004

Sjaldan fellur óbarinn biskup langt frá eikinni

Stundum sest maður niður og hugsar, jæja, nú er best að blogga smá. Kannski hefur maður ekki hugmynd um hvað maður ætlar að fara að skrifa um, en þá er bezt að skrifa bara það fyrsta sem manni dettur í hug! Þá endar maður stundum með svona bull í færslunni sinni eins og núna.

Það er að koma helgi, og sem endranær þá er nóg um að ske í Kolding. Mamma og systir Rebekku eru að koma í heimsókn í dag og verða yfir helgina, Hekla ætlar að halda uppá afmælið sitt í kvöld og svo er Íslendingafélagið hér í Kolding að fara að hittast á einhverum bar hérna í bænum. Það væri eflaust skemmtilegt að kíkja á þann mannfögnuð og hitta enn fleiri Íslendinga sem eru búsettir hérna nálægt.

Ég er búinn að vera að leika mér í Flash í gær og í dag og er áhugi minn á þessu frábæra forriti að lifna við eftir einum of langan dvala. Ég setti að sjálfsögðu afraksturinn á netið svo þið getið skoðað herlegheitin ef ykkur langar til. Ég gerði eina stuttmynd sem er að finna hérna og eina aðra litla sem þú getur skoðað hér. Ég set örugglega meira svona sniðugt á netið fljótlega ef ég verð duglegur í Flashinu. Njótið helgarinnar! Hún kemur nefnilega bara einu sinni í viku. Kveðja frá Kolding,
Magnús Sveinn.
blog comments powered by Disqus