sunnudagur, janúar 30, 2005

Eins og amma hans Einars segir, skemmtilegu fólki leiðist aldrei!

Ég fór til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn því Jóhann Már og Einar Þorgeirs gerðu sér ferð til Danmerkur til að hitta mig og Björk. Það má segja að hápunktur heimsóknarinnar hafi verið í gær þegar við fórum út að borða á Spiseloppen í Kristianiu. Það er alveg frábær veitingastaður, virkilega skemmtileg stemmning og alveg ótrúlega góður matur! Ég fékk mér rækjur í forrétt og önd í aðalrétt og ég hélt að ég myndi springa þegar ég var búinn að borða! Ég gat samt ekki hugsað mér að leifa neinu því þetta var svo gott en ég var síðastur að klára að borða bæði forréttinn og aðalrétinn! Það er eitthvað met því ég er alltaf búinn fyrstur. Eftir matinn röltum við svo um Kristianiu og það var mjög gaman, ég hef aldrei komið þangað áður og blótaði því mikið að vera ekki með myndavélina mína. Ég verð bara að kíkja þangað fljótlega aftur áður en þeir eyðileggja enn meira. Annars var bara djamm á okkur og mikið spjallað og bullað drukkinn bjór.
Maggi.
blog comments powered by Disqus