miðvikudagur, janúar 26, 2005

It's picture time!

Ég, Elva og Lára fórum í göngutúr í frostinu í gær og ég uppskar úr honum (ásamt fleiri átökum við kuldabola) þetta líka skemmtilega kvef. Eða kellingaveiki eins og Rebekka kallar það. En mér liggur við að segja að það hafi verið þess virði því það var snjór og vatnið við kastalann hér í Kolding var hálffrosið og kastalinn upplýstur sem skapaði skemmtilega stemmningu. Ég fór því á stúfana með þrífótinn sem ég fékk í jólagjöf, myndavélina mína og tvær aðstoðarkonur og smellti af nokkrum myndum. Sumar þeirra voru bara nokkuð vel heppnaðar og við eigum eflaust eftir að taka fleiri myndarúnta í framtíðinni. Bara vonandi þegar það er ekki svona kalt! Þið getið skoðað afraksturinn hérna.
Maggi.
blog comments powered by Disqus