mánudagur, apríl 11, 2005

Fiskibollur í Kolding!

Ójá! Ég fékk íslenskar fiskibollur úr dós frá ORA í kvöld! Það var æðislegt! Ég er búinn að hugsa mér gott til glóðarinnar alveg síðan strákarnir komu í heimsókn því þeir komu hlaðnir gjöfum og ein þeirra var stór fiskibolludós. Í dag hringdi ég svo í mömmu og fékk uppskriftina af fiskibollum í tómatsósu og ekki var hún nú flókin. Ég gat nú auðvitað ekki setið einn að þessum kræsingum og bauð því Birnu, Láru og Elvu í mat, sauð helling af kartöflum og mixaði þessa líka ágætu tómatsósu fyrir fiskibollurnar! Þetta var nú ekki nákvæmlega eins og mamma gerir, en mjög gott samt. Takk kærlega fyrir mig Atli og Biggi!

Eftir átið var svo var skellt mynd í tækið, Fever Pitch með Drew Barrymore og Jimmy Fallon, leikstýrð af Farelli bræðrum. Hún var alveg ágæt en var þó oft trufluð af samræðum um Hróarskeldu og aðra hluti. Mér virðist á öllu að það þurfi ekki mjög margar ræður í viðbót um dásemdir Hróarskeldu til að sannfæra þessar stúlkur um að koma með. Ég stefni á að þekkja sex hundruð manns á næstu hátíð. Það er hellingur af fólki að fara sem ég þekki og ef ég fæ einhverju ráðið þá munu allir sem eru núna á "kannski" stiginu líka enda á hátíðinni. Enda er ekki fræðilegur möguleiki að einhver þeirra myndi sjá eftir því að fara. ;)
Maggi.
blog comments powered by Disqus