sunnudagur, apríl 17, 2005

Sumarið er tíminn

Koldingbúar leika við hvern sinn fingur í góða veðrinu og er þessi helgi er búin að einkennast af mikilli útiveru. Við erum búin að vera í Legeparken og sitja við Koldinghus, spila strand-tennis þótt engin væri ströndin, grilla úti í garði og ganga um bæinn. Ég er alveg hættur að taka strætó nema í skólann, og hjóla því um allar trissur sem er rosalega fínt. Vonandi verður þetta gott sumar. Danir eiga það nú skilið því veðrið í fyrrasumar var alveg hundleiðinlegt og veturinn mun harðari en þeir eiga að venjast.

Ég er búinn að bæta við einkar skemmtilegri nýjung á þetta blessaða blogg. Það er linkur á veðurstofuna í Danmörku þar sem þú sérð hvernig veðrið er hér í Kolding. Þannig að ef það er rigning og rokrassgat heima á Íslandi, þá getiði kíkt á bloggið mitt og huggað ykkur við það að sólin skín nú að minnsta kosti á Magnús. :D Ef spáin er hinsvegar leiðinleg fyrir Kolding (sem við vonum nú að gerist ekki oft) þá getiði sent mér góða strauma og vonað að ég fjúki ekki af hjólinu mínu eða rigni niður eða verði fyrir eldingu eða eitthvað. Kveðjur úr góða veðrinu í Danmörku.
Maggi.
blog comments powered by Disqus