mánudagur, september 11, 2006

350s

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið jafn duglegur og ég ætlaði að vera í að blogga. En fyrst tíminn sem ég er í fer rétt að byrja ætla ég að hafa þetta voða stutt og laggott. Það gengur allt mjög vel hjá okkur. Skólinn er byrjaður og er fínn, pínu öðruvísi en ég bjóst við. Fjallar soldið mikið um tölvuleiki og motion capture (t.d. eins og EyeToy leikirnir sem eru í PlayStation fyrir þá sem þekkja það). Svo er mikil stærðfræði og forritun. Við erum líka byrjuð í verkefni sem á að taka þrjár vikur og ef það fæðist góð hugmynd á þeim tíma þá megum við halda áfram með hana út önnina og gera stórt verkefni úr því. Ég er í hóp með fimm öðrum strákum, fjórum dönskum og einum kínverskum. Hópavinnan gengur bara ágætlega og við erum með fína hugmynd sem ég lýsi fyrir ykkur síðar.

Við erum enn ekki komin með varanlegt heimilisfang en erum búin að fara að skoða eina íbúð niðrí miðbæ. Við höfum ekki enn fengið að vita hvort við fáum hana en höldum í vonina.

Tíminn er byrjaður! Hann heitir Light, the eye and the visual system. Meira seinna.

Maggi.
blog comments powered by Disqus