mánudagur, nóvember 30, 2009

Níuþúsundníuhundruðníutíuogníu

Í á morgun er ég tíu þúsund daga gamall. Það þýðir að í dag er ég 9.999 daga gamall! :D Ég veit ekki af hverju það er skemmtilegt, en það er það samt. Ef þú ferð á WolframAlpha.com og slærð inn fæðingardaginn þinn (t.d. "July 16th 1982") þá getur þú sérð hvað það eru margir dagar síðan þú fæddist. Passaðu þig ef þú notar 8.10.1982 þá túlkar leitarvélin það sem tíunda ágúst en ekki áttunda október. Þetta er nefnilega ameríska kerfið. :) Annars er þetta ótrúlega sniðug vél. Maður getur látið reikna fyrir sig samanburð á allskonar hlutum. Prófaðu t.d. að gera "Iceland vs. Denmark". Þá færð þú tölulegan samanburð á þessum tveimur löndum.

Maggi.
blog comments powered by Disqus