þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Draumfarir, fávitar og Fú fæters


Ég hef látið vita hérna á blogginu ef eitthvað mikið gengur á í draumaheimi mínum, og baráttu mína við að ná stjórn á draumum mínum. Um daginn var kjörið tækifæri fyrir mig til að taka í taumana og ráða atburðarásinni en ég var of heimskur til að sjá í gegnum þetta. Ég var á þjóðhátíð í eyjum og það var dagur. Ég man ekki með hverjum ég var en við vorum í sjoppu. Ég átti tíkall og fór í spilakassa. Mér tókst að vinna mig upp og endaði í þrjátíu og fimm þúsund kalli! Ég tók það út og var ekkert smá ánægður með alla þessa peninga. Ég sagði við fullt af fólki að mig væri búið að dreyma þetta svo oft (sem er satt) og loksins væri þetta að rætast! Þetta hlyti bara að vera í alvörunni, þetta var ekki fáránlega há summa, og það var allt svo raunverulegt.

Þarna hefði ég nottla átt að fatta að ég var ekki að vinna neinn pening í alvörunni og vaknaði stuttu seinna. Mætti halda að ég væri spilafíkill því mig dreymir stundum svona "stóri vinningurinn" drauma og það er alltaf spilakassi, aldrei lottó eða neitt svoleiðis. Þetta var í fyrsta skipti sem það var ekki einhver risa summa sem ég vann þannig að ég trúði þessu. Jæja, ég fatta þetta bara næst og læt eitthvað magnað gerast.

Beta er eitthvað að velta sér uppúr gagnrýni frá öðru fólki. Sem betur fer er ég ekki frægur því ég myndi ekki höndla of mikla gagnrýni á það sem ég er að gera. Fólk er nefnilega fáránlega cruel stundum. Fólk hefur verið að segja við mig að fara í djúpu laugina bara uppá flippið því maður er síngúl og vitlaus. Ég myndi svosem alveg meika að gera mig að fífli fyrir framan alþjóð ef ég vissi það ekki að það væru þúsundir manna að gagnrýna mig heima í stofu. Maður gerir þetta sjálfur, dæmir fólk alveg á stundinni, en maður myndi aldrei vilja vera dæmdur svona sjálfur nema maður sé eitthvað fullkominn, sem enginn er (en sumir virðast halda).

Þegar maður dæmir heima í stofu þá er það svo auðvelt því maður þarf ekki að hitta fólkið, og það er eins með netið. Málið er bara að á netinu þótt þú sért í hæfilegri fjarlægð þá heyrir fólkið samt gagnrýnina og tekur hana örugglega inná sig ef maður segir eitthvað slæmt. Auðvitað er það nottla tilgangurinn hjá sumum, að særa annað fólk, en það er eins og ég hef áður sagt, algjörlega tilgangslaust. Með því að drulla yfir aðra þá ertu ekki að upphefja sjálfa/n þig eins og svo margir halda heldur að nudda sjálfum þér uppúr skítnum í leiðinni. En það er eins með þetta og annað, þótt ég myndi prédika þetta í hundrað ár myndi enginn breytast. Þess vegna eru þetta næstum tilgangslausar vangaveltur. Það er sem ég segi, Botnleðja sagði það best, fólk er fífl.

En á morgun er það Foo Fighters! Það verður gaman. Hversu gaman kemur í ljós hér á blogginu annað kvöld. Þá sem eiga ekki miða hvet ég til að hringja í Skífuna á morgun og tjékka hvort þeir selji ekki ósóttar pantanir á morgun. Gæti hafa verið í dag eða bara ekkert yfir höfuð, en það sakar ekki að reyna. Þannig komst ég á Rammstein, og fólk er ennþá að tala um Rammstein tónleikana. Maður má bara ekki missa af svona viðburðum. Sjáumst í höllinni á morgun! :)
..:: foo maggi ::..
blog comments powered by Disqus