Dansiball
Það var bara þrusuhelvítigaman á ballinu í gær. Alveg stappað af fólki, örugglega svona 600-700 manns, ég sem hélt að þeir ætluðu bara að selja 500 miða, þá er amk líft í Stapanum. En það var þá nottla bara meira af fólki til að hitta, og ég hitti alla örugglega átta sinnum. Var á fleygiferð til að hitta fólk, því það finnst mér skemmtilegast. Að vísu dansaði ég líka helling því það er gaman líka. Ég endurtók sem betur fer ekki leikinn á menningarnótt, því ég var bara rólegur í strumpameðalinu og er ekki einu sinni þunnur í dag. Ég er búinn að fá að vita hvað gerðist á mennningarnótt og sem betur fer þá man ég bara ekkert eftir því. En ég á góða vini sem björguðu lífi mínu, bókstaflega liggur mér við að segja því ég var kominn út af skemmtistað í miður góðu ástandi og hefði eflaust bara drepist þar hefðu þau ekki fundið mig. Úff, maður verður að passa sig á svona. Sem betur fer gerist þetta bara örsjaldan. Vonandi skemmtir þú þér vel í gær hver sem þú ert og hvað sem þú gerðir. Ég held ég skelli mér í sturtu núna, ekki veitir af.
..:: magchen in action ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum