Næsta helgi
Næstu helgi er rosalega mikið að gerast. Á föstudaginn er uppistand með Pablo Fransesco og það verða örugglega einhverjir íslenskir snillingar að hita upp, eflaust bara snilld. Fyrir þá sem ekki fara á það eru stórtónleikar í Keflavík þar sem Maus er aðal númerið. Á laugardeginum er ljósanótt, allir sem maður þekkir í heiminum niðrí bæ og frábær stemmning. Hafnargötufyllerí og ball í Stapa. Næsta helgi verður helgi sem maður mun eflaust minnast á næstu árin. Næstu helgi...
Næstu helgi verð ég að vinna. Næstu helgi er næturvakt hjá D-vaktinni. Næstu helgi verður það eina sem ég geri að vinna og sofa, jú og gráta. Ef ég hef tíma þá kíki ég kannski og hoppa niður af Berginu. Næstu helgi langar mig aldrei að minnast á aftur, sem er frekar erfitt því hún er ekki einu sinni liðin. Hún er að læðast aftan að mér smám saman, og ég hata hana. Ég er svekktasti maður í heiminum. Ekkert uppistand, engir tónleikar, engin ljósanótt, engin flugeldasýning, ekkert ball, ekkert fólk. Bara ömurleg vinna. Svekktari mann er erfitt að finna. Ef þið finnið hann, gerið honum þá greiða og bindið þá enda á þjáningar hans.
Ég á eflaust eftir að velta mér uppúr þessu alla vikuna, og ef ég skildi gleyma því í augnasekúntu, þá á ég góða vini sem eru alltaf til staðar og munu minna mig á það um leið. Ég er ekki að fara að gera neitt skemmtilegt næstu helgi. Alltaf gott að geta treyst á vini sína. Samúðarkveðjur eru þáðar með þökkum. Kaldhæðinn húmor er það ekki.
Mig langar að segja allir að taka þátt í nýrri könnun, en það ætla ég ekki að gera. Bara stelpur að taka þátt í nýrri könnun. Þetta ætti að verða áhugavert. Bannað að skrökva. Og ef einhver vill útskýra svarið sitt eitthvað nánar þá má nota komment kerfið í það.
..:: svekkti maðurinn ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum