
Í sambandi við þessa fyrirsögn og þessa mynd með þessari færslu. Núna frekar nýlega hefur tvisvar verið minnst á við mig að ég sé óflokkanlegur. Að allir hafi eitthvað sérstakt einkenni... eða hvernig ætti ég að orða þetta. Allavega, enginn virtist geta flokkað mig og því komst þetta fólk að þeirri niðurstöðu að ég væri bara normal. Ég hata það. Ég er ekkert normal! Það er frekar ömurlegt finnst mér bara. Ef við erum að tala um flokkun eins og rokkari/hnakki/arty-farty eða eitthvað annað, þá er ekki hægt að setja mig í neina katagoríu. Ekki það að það sé eitthvað hræðilegt, en ég þvertek fyrir að vera bara einhver melló gaur sem dýrkar ekkert og hatar ekkert. Einhver sem er bara. Lætur sér lynda við alla og enginn hefur sérstakt álit á. Bara svona nothing man. Ég held að Pearl Jam hafi verið að syngja um mig ef þetta er satt. Er þetta satt? Ef ekki, hvað er ég? Er ömurlegt að vera óflokkanlegur? Eða er það bara kúl? Endilega látið mig vita, ég er ekki sáttur við þetta.
..:: noone special ::..