föstudagur, september 26, 2003

Nothing man


Fríhelgi framundan. Og hvað gera óheitbundnir, ríkir ungir menn á fríhelgum? Ég er amk ekki að fara að spila Lúdó get ég sagt ykkur. Mig langar að kíkja í bæinn á morgun eftir pílusessjónið mitt (ég ætla að valta yfir þessa dúdda) og finna mér eitthvað techno. Ég er þannig (og hef eflaust minnst nokkrum sinnum á það hérna á blogginu) að öðru hverju, með nokkurra mánaða (helst vikna) millibili, þá verð ég að finna mér þvílíkt techno djamm og taka út uppsafnaða dans-flipp þörf mína fyrir þetta tímabil. Og núna er allt of langt síðan ég djammaði með almennilegri hardcore techno tónlist. Verð að bæta úr því. Verst hvað það eru fáir sem ég þekki sem fíla svoleiðis djamm. Hmmm... anyone? Svo er nottla ball í Stapa á laugardaginn, spurning hvort maður kíki ekki bara þangað líka. Þetta kemur bara allt í ljós. Held það sé amk fín stemmning fyrir þessu balli.

Í sambandi við þessa fyrirsögn og þessa mynd með þessari færslu. Núna frekar nýlega hefur tvisvar verið minnst á við mig að ég sé óflokkanlegur. Að allir hafi eitthvað sérstakt einkenni... eða hvernig ætti ég að orða þetta. Allavega, enginn virtist geta flokkað mig og því komst þetta fólk að þeirri niðurstöðu að ég væri bara normal. Ég hata það. Ég er ekkert normal! Það er frekar ömurlegt finnst mér bara. Ef við erum að tala um flokkun eins og rokkari/hnakki/arty-farty eða eitthvað annað, þá er ekki hægt að setja mig í neina katagoríu. Ekki það að það sé eitthvað hræðilegt, en ég þvertek fyrir að vera bara einhver melló gaur sem dýrkar ekkert og hatar ekkert. Einhver sem er bara. Lætur sér lynda við alla og enginn hefur sérstakt álit á. Bara svona nothing man. Ég held að Pearl Jam hafi verið að syngja um mig ef þetta er satt. Er þetta satt? Ef ekki, hvað er ég? Er ömurlegt að vera óflokkanlegur? Eða er það bara kúl? Endilega látið mig vita, ég er ekki sáttur við þetta.
..:: noone special ::..
blog comments powered by Disqus