þriðjudagur, september 23, 2003

Cookie dough


Það var rosalegt veður um helgina. Æðislegt að vera að vinna úti uppá heiði í svona roki. Ég reyndi að tala við einn vinnufélaga minn en það var ekkert hægt, orðin fuku bara burtu og lentu einhverstaðar annarstaðar. Stundum heyrði ég óvart eitthvað sem einhver sagði 200 metrum frá mér því orðin fuku burt frá honum og hittu ekki þann sem hann var að reyna að tala við. Það var svona hvasst.

Ég er næstum orðinn alveg lost aftur. Ég stefni enn á heimsreisu á næsta ári, en fyrirkomulag hennar verður ekki eins og ég er búinn að vera að plana það síðustu mánuði. Heimskspekingurinn (linka ekki á hann því hann er letibloggari, og nei ég er ekki letibloggari líka, i'm just going through a dry spell) er beiler, hann er hættur við að fara í mars eða apríl. Hann ætlar í ágúst eða eitthvað. Held að það sé bara til að losna við að fara með mér. Það er ekki sjens að ég fari einn. Ég hef bara enga löngun til þess. Ef maður ætlar að upplifa eitthvað svona (og þetta á við um flestar aðrar upplifanir) þá á maður að gera það með einhverjum öðrum. Ef þú sérð eða heyrir eitthvað æðislega flott þá langar þig að hafa einhvern til að deila því með og tala við. Þetta á amk við um mig.

En ekki er öll von úti enn. Fleiri vinir mínir hafa talað um að fara í heimsreisu og amk einn er nú þegar farinn að setja pening til hliðar. Þannig að út verður farið, þótt óráðið sé hvernig, hvenær og hvert. Þetta fer allt einhvernvegin.

Mér finnst að allir ættu að elska Scrubs jafn mikið og ég. Þessir þættir eru æðislegir! Endalaust fyndnir og enginn hlátur í dós. Þeir geta líka verið nokkuð djúpir og meika það alveg, en það er þessi kaldhæðnis/farsa húmor sem ég elska við þá. Allir karakterarnir eru frábærir, húsvörðurinn er snillingur og Dr. Cox er ekkert smá fyndinn. Ég er búinn að niðurhala báðum þáttaröðunum sem hafa verið gerðar. Núna í kvöld voru að hefjast sýningar á þeirri seinni í ríkissjónvarpinu. Allir að horfa á Scrubs á mánudagskvöldum! Nú eða niðurhala bara þáttunum af netinu. :)
..:: just me ::..
blog comments powered by Disqus