sunnudagur, september 14, 2003

ADSL


Já, ég hefði nú getað sagt mér þetta sjálfur. Ég er orðinn algjör netfíkill, alveg uppá nýtt. Þetta gerðist bara á föstudagskvöldið þegar ég loksins settist niður til þess að prófa nýju tenginguna mína. Hún er nú svosem ekkert merkileg, bara venjuleg 256 kbit tenging (verður fljótlega 1500 kbit) en það er pínulítill munur frá gömlu 33.6 tengingunni minni. Og þegar ég segi pínulítill þá meina ég risastór! There is no turning back. Á föstudagsnóttina náði ég í 200 MB af dóti og það er ennþá slatti eftir á netinu sem ég get náð í. :)

Ég var nú samt helvíti duglegur í á föstudaginn. Ég og Johnny tókum okkur til og fórum tvær ferðir á haugana með drasl úr bílskúrnum og röðuðum öllu uppá nýtt. Þannig að nú er því ekkert til fyrirstöðu að skella þar inn svosem eins og einu borðtennisborði! Já, það er rétt, við erum loksins búnir að redda okkur borði og fáum það líklegast á morgun. Þá verður nú kátt í bílskúrnum.

Ég kíkti á djammið í bænum í gær. Byrjaði á að kíkja í partý til verðandi vinsælustu hljómsveitar Íslands, Underwater. Það er nýbúið að stofna hana og á hún eflaust eftir að gera góða hluti. Númi sundkall er í henni og spilaði hann á bassa þótt hann sé nú gítarleikari aðallega held ég. Svo röltum við með þeim á giggið þeirra. Þeir voru að spila á Vídalín... þeir segi ég. Það er nú ein stelpa í hljómsveitinni, söngkona úr Hafnarfirði held ég, syngur líka bara þrusuvel. Þau stóðu sig bara mjög vel og ég og Johnny vorum í því að draga fólk (þegar ég segi fólk þá meina ég stelpur) frá borðunum sínum og útá dansgólf og það var kominn slatti af liði, bara mjög gaman segi ég. Svo fórum við á röltið, ég fann eitthvað meira af vinunum og við héldum áfram að djamma. Fínasta djamm bara. Djambara.

En núna ætla ég að halda áfram að blasta tenginguna mína hér í þynnkunni. Ég fann góða leið með hjálp góðra vina til að svindla á kerfinu. Tjah, svindla og ekki svindla. Nebbla ef ég tengist hjá Háskólanum þá má ég downloda eins og vitleysingur frá útlöndum og enginn segir neitt! Það eru engar hömlur á því, þannig að þessi 100 mb sem ég er að borga fyrir eru engin hindrun núna! :) Enda duga þau ótrúlega stutt. Held ég hafi klárað þau á föstudagskvöldið! Well, c'est la vie.
..:: madsl ::..
blog comments powered by Disqus