fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Flýgur fiskisagan...


Híhí, þetta finnst mér fyndið. Nóttina eftir Foo Fighters kíkti ég á bloggið hjá henni Betu og sá að hún var að skrifa eitthvað um hann Jónsa í Í svörtum fötum. Þar sem ég hafði séð hann fyrr um kvöldið þá skrifaði ég í komment kerfið hjá henni að ég hafði séð hann stela bland í poka úr sjoppu í Hafnarfirði, sem mér sýndist einmitt hafa gerst fyrr um kvöldið. Ég hafði alls ekkert ætlað að tala um þetta sérstaklega en fyrst þetta hitti svona vel á þá ákvað ég að segja Betu hvað ég sá. Hún tók þetta auðvitað nærri sér enda er maðurinn í guðatölu hjá henni.

En kraftur kjaftasögunnar er greinilega meiri en ég gerði mér grein fyrir hér á þessu skeri okkar. Núna er Jónsi greinilega búinn að frétta þetta og skrifa svaka yfirlýsingu um hvað gerðist (sem fjallaði að vísu líka um að hann sé ekki hommi, ég held að hann þurfi að kaupa sér barnalæsingar á skápinn sinn því fólk er alltaf að rífa hann út úr skápnum án þess að hann fái neitt við ráðið, en þess má geta að ég hef enga trú á að hann sé hommi og talaði ekkert um það í umræddu kommenti). Yfirlýsinguna frá Jónsa má lesa í komment kerfinu mínu undir síðustu færslu, eða á síðunni hjá Betu. Jónsi skilaði greinilega blandinu aftur í hilluna áður en hann labbaði út, og biðst ég hér með formlega afsökunnar á að hafa þjófkennt hann. Hehe, ég er mest hissa á þessu sjálfur, að þetta hafi náð svona langt. Enn ein sönnun þess hvað Ísland er pínu-pínu-lítið.

Annars er næst á dagskránni hjá mér Sálarball í Stapa um helgina! Djöfull hefði það verið fyndið og toppað allt saman ef það hefði verið Jónsi með sveitina sína að spila um helgina. Ég hefði eflaust pikkað í hann og sagt honum að það hefði verið ég sem var að slúðra um hann á netinu. Kannski hefði hann orðið rosalega svekktur, það er erfitt að vera frægur á Íslandi.
..:: max in black ::..
blog comments powered by Disqus