mánudagur, nóvember 14, 2005

Leyndarmál og forvitni

Stundum vildi ég að ég gæti haldið úti bloggvef þarf sem ég skrifa hvað sem mig langar til. Allt sem ég hugsa, allt sem ég geri, bara allt. En ég get það ekki því þá væri ég of berskjaldaður. Kannski ef enginn sem ég þekki læsi bloggið mitt? Kannski gæti ég stofnað annað blogg þar sem ég skrifa undir dulnefni og segi frá öllu sem er í gangi í hausnum á mér? Ef ég myndi segja þér að ég væri löngu búinn að því, og að það væri linkur á þessari síðu inná það blogg, myndir þú leita að honum?

En ef ég væri búinn að því þá myndi ég auðvitað ekki segja neitt svona. Nema að það væri of erfitt að eiga svona leyndarmál og að ég yrði að segja fólki frá því. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hef ekki gert þetta. Eða hvað.
Maggi.
blog comments powered by Disqus