fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Stundum veit maður ekkert hvað færslan á að heita

Já, þegar maður sest niður við tölvuna og hugsar með sér "Tjah! Nú er kannski kominn tími á að blogga örlítið!" þá veit maður ekkert alltaf hvað maður ætlar að skrifa. Þannig að maður byrjar bara að skrifa og endar oft með allt öðruvísi færslu en maður ætlaði. Ég hef mjög oft breytt fyrirsögninni sem ég skrifaði fyrst því færslan varð um allt annað en það sem stóð efst! En núna ætla ég að halla mér. Það tók langan tíma að skrifa þessa færslu, ég tók mér pásu í henni miðri og núna eru tæpir þrír tímar síðan ég byrjaði. Hehe, þetta var mjög tilgangslaus færsla. Eða hvað?
Maggi.
blog comments powered by Disqus