þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Jamm og jamm og júúúú

Það gengur bara vel hjá okkur í verkefninu í skólanum. Gærdagurinn og dagurinn í dag voru góðir og við náum líklegast að klára á morgun barasta! Sem er gott því að á fimmtudaginn hrúgum við slatta af fólki uppí bíl og brunum til Gautaborgar. Planið fyrir þá ferð er nú samt búið að breytast töluvert. Ísak þurfti að fara til Íslands og kemur ekki til baka í tæka tíð og bróðir hans fór líka og því getum við ekki gist hjá honum í Gautaborg. En það reddaðist, Elva Rut kemur með okkur í staðinn og við gistum á farfuglaheimili! Svo keyrum við til baka á laugardaginn í staðinn fyrir á sunnudaginn svo við höfum tíma til að klára portfolio-in okkar fyrir mánudaginn. Allt planað í þaula.

Elva Sara hringdi í mig áðan og ég heyrði hvað hún glotti mikið áður en hún byrjaði að tala. Hún er nefnilega búin að fá iPoddinn sinn í hendurnar þrátt fyrir að hún hafi pantað hann viku á eftir mér! Eins og gefur að skilja er ég ósáttur með þetta. Ástæðan hlýtur að liggja í því að ég keypti mér 60 GB en hún 30 GB. Það gæti líka verið að af því að ég keypti mér líka docking station að það sé að tefja fyrir ferlinu því það þurfti að senda það annarstaðar frá. Ég vona bara að ég fái hann á morgun svo ég geti tekið hann með til Svíþjóðar! Annars er gott að Elva fékk sinn því þá höfum við amk einhverja tónlist í græjunum á þessari löngu leið. Og vá, ég er næstum ekkert búinn að hugsa um það ég hef verið svo bissí, en ég er að fara á SigurRósar-tónleika á fimmtudagskvöldið!!! :D WoooHooooo!!! Það verður svo gaman! :D
Maggi.
blog comments powered by Disqus