mánudagur, október 31, 2005

Ekki hættir annríkið

Þessi vika verður álíka brjáluð og sú síðasta var. Við erum að gera verkefni í skólanum sem er ansi stórt, og ekki nóg með það því við þurfum að klára það á miðvikudaginn útaf Svíþjóðarferðinni okkar. Við förum til Gautaborgar á fimmtudagsmorguninn og verðum fram á laugardag. Þá tekur við törn í að búa til portfolio og setja á netið fyrir mánudaginn svo maður geti sótt um að fara til San Fransisco.

Svo verða vonandi rólegheit eftir það þegar við förum í Photoshop kennslu í skólanum, og vikuna eftir það er meiri kennsla í sérhæfingunni okkar. Ég er í Flash og vonandi kenna þeir okkur eitthvað áhugavert. Eftir það hefst lokaverkefnið okkar, semsagt eftir tæpar þrjár vikur. Við ætlum líka að reyna að rumpa því af til að komast snemma heim fyrir jólin. Jólin já! Það styttist aldeilis í þau. Lítill fugl sagði mér að það væru bara 54 dagar þangað til. Þeir verða fljótir að líða, ég trúi ekki öðru. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus