mánudagur, október 17, 2005

Lucky...

Ég og Jói ætlum að fara í blogg-keppni. Hún felst í því að við ætlum að blogga á hverjum einasta degi, og sá sem klikkar á undan tapar (eða sá sem klikkast á undan).

Biggi er í heimsókn í Danaveldi! Hann kom á föstudaginn og ég, Jói og Kristjana tókum á móti honum á Kastrup syngjandi og spilandi á falskan gítar og veifandi stórum útprentunum af andlitinu á honum. Svo var haldið til inn til Köben þar sem við gistum hjá Björk og Sigrúnu (takk fyrir okkur stelpur!) og nutum höfuðborgarinnar. Við versluðum (við strákarnir keyptum okkur allir nýja jakka, Jói og Biggi meira að segja síamstvíburajakka!) djömmuðum (uppgötvuðum geðveikt skemmtilegan skemmtistað á Stengade 30, Stalingrad) tókum upp stuttmynd ("Biggi leitar að Kolding"), fórum út að borða (á Spiseloppen í Christianiu) og margt fleira. Við hittum Andreu, Björn og Elísabetu Leifs og eyddum mest allri helginni með þeim. Það var mjög gaman hjá okkur, við djömmuðum saman bæði á föstudag og laugardag og fórum út að borða saman í gær (sunnudag). Spiseloppen klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, æðislegur veitingastaður og hjartarsteikin stóð fyrir sínu. Nammmmmmmm (ekkert hundakjöt þó). :o

Þetta var frábær byrjun á haustfríinu, og núna er stefnan að gera restina enn betri! Biggi verður í Danaveldi fram á næsta mánudag og við öll í fríi þannig að það verður mikil hörku stuð hjá okkur. Vonandi nóg til að blogga um, því ég ætla ekki að tapa þessarri keppni! Over and out.
Maggi.
blog comments powered by Disqus