sunnudagur, október 02, 2005

maggi.tk mælir með...

...SigurRós. Ég veit ég hef nú mælt með þeim áður, en í þetta sinn vill ég mæla með heimildarmynd sem var gerð um þá í tilefni af nýju plötunni. Í henni eru viðtöl við alla meðlimi hljómsveitarinnar þar sem þeir tala um hvernig lögin á plötunni urðu til. Myndir frá Íslandi eru í stóru hlutverki í myndinni. Hún er hálftími á lengd og má nálgast hana á Real Media formi í góðum gæðum og í lakari gæðum. Það er margt fleira sem er gaman að skoða um SigurRós á heimasíðu hljómsveitarinnar.


...My Name Is Earl. Þetta eru glænýjir sjónvarpsþættir og ég mæli með þeim því þeir eru algjör snilld! Það er bara búið að sýna tvo þætti í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu eru þeir komnir á netið. Þeir fjalla um Earl sem er hálfviti. Eða réttara sagt var hálfviti og er núna að reyna að bæta fyrir allt slæmt sem hann hefur gert til að líf hans verði betra. Hann uppgötvaði nefnilega karma þegar hann vann í lottó og lenti fyrir bíl tíu sekúntum seinna og týndi miðanum. Þættirnir eru 20 mínútur og eru drepfyndnir og það besta er að í þeim er enginn hlátur úr dós.


...Prison Break. Þessir hörkuspennandi sjónvarpsþættir eru alveg málið í dag. Það eru allir að tala um þetta. Það eru búnir sex þættir í seríunni (sem er þrettán þættir að ég held) og þeir halda manni sko alveg við efnið! Þvílík spenna og hasar í hverjum þætti. Þeir snúast um strák sem lætur handtaka sig og setja sig í fangelsi því bróðir hans er í fangelsinu og hann ætlar að koma honum út. Bróðir hans var dæmdur til dauða fyrir glæp sem hann framdi ekki.


...comment kerfinu. Ég mæli með því að þið komið með ykkar eigin meðmæli um hvað sem er. Ekki vera feimin. :)

Maggi.
blog comments powered by Disqus