fimmtudagur, október 20, 2005

Galli á gjöf Njarðar

Auðvitað var þetta of gott til að vera satt. Ég hélt að þegar ég fengi nýja iPoddinn minn gæti ég hent inná hann tónlist og þáttum og bíómyndum og haft það tilbúið til að hlusta og horfa á þegar ég vildi. En þeir hjá Apple ákváðu að gera nýja iPoddinn ekki hæfan til að spila DivX skrár. Sem þýðir að hann getur ekki spilað neina af þeim þáttum eða bíómyndum sem ég sæki á netið! Nær allt vídjóefni sem er sótt ólöglega á netinu er á DivX formati. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því af hverju þeir vilja ekki hafa stuðning við þann staðal.

En reglan er sú að ef maður á við eitthvað vandamál að stríða, sama hversu merkilegt eða ómerkilegt það er, þá eru þúsundir annara búnir að eiga við sama vandamál og hafa leitað sér lausnar eða sett lausnir á netið! Þannig að í gær þá fór ég að leita, og þrátt fyrir að það sé bara vika síðan nýji iPoddinn var kynntur til sögunnar þá eru komnar lausnir við þessum vanda. Það er til forrit sem breytir öllum skránum þínum í .mp4 format sem iPoddinn vill helst spila. Hann spilar reyndar líka .mov og .mpg skrár og eitthvað fleira. Fyrir þá sem hafa áhuga á hvað hann spilar nákvæmlega þá eru upplýsingar um það hér á heimasíðu Apple.

Það var þessi heimasíða sem kynnti mig fyrir þessari lausn. Þrátt fyrir að það taki nokkurn tíma að breyta skránum til að setja þær svo inná iPoddinn þá er þetta í það minnsta lausn sem virðist virka ágætlega. Nú er bara að vona að einhver drífi sig að búa til uppfærslu á iPoddinn sjálfan svo maður þurfi ekki að standa í því veseni að breyta skránum áður en maður setur þær inná iPoddinn.
Maggi.
blog comments powered by Disqus