föstudagur, október 28, 2005

Shanghæ? Amsterdam? AKKURU EKKI KOLDING?

Já, iPoddinn minn nýji virðist ætla að ferðast um víðan völl áður en ég fæ hann í hendurnar. Ég held að hann sé að reyna að toppa heimsreisuna mína og Bigga, þar sem við fórum til fimmtán landa. Í gær var hann sendur frá Amsterdam. Það stendur ekki hvert hann var sendur en ég vona að þeir hafi í það minnsta beint honum í áttina til Kolding.

Kreisí mikið að gera þessa dagana. Alveg kreisí sko. En það er bara gaman. Ósk, Arndís og Fríður komu í gær og við fórum með þær út að borða og spiluðum Jónas og kíktum á Pitstop. Þær vilja eflaust sprella eitthvað í kvöld líka, og svo á morgun er Halloween partýið þar sem allir munu missa sig í fíflagangi og myndatökum.

Jói klikkaði í bloggkeppninni, og er kominn með þrjú mínus-stig. Ég er hinsvegar bara með eitt. Sá sem er fyrstur að fá fimm mínusstig tapar. It's just a matter of time. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus