fimmtudagur, október 06, 2005

Let's make Magic!

Það er búið að vera rosalega gaman í skólanum þessa vikuna. David Fratto kom hingað frá San Fransisco til að kenna okkur um vídjó-vinnslu og við erum búin að læra mjög mikið á því. Ég sem hafði mjög lítinn áhuga á þessu dóti er alveg búinn að sökkva mér niður í þetta. Ég er búinn að gera 30 sekúntna myndband um mig, og það kemur á netið fljótlega. Á morgun ætlum við að taka upp spjallþátt, með þremur myndavélum og fullt af ljósum og búnaði.

Á mánudaginn ætlum við svo að taka upp tónlistarmyndband með David. Það verður fyrir lagið Gold Digger, sem er rapplag með Kanye West. Við ætlum að endurgera núverandi myndbandið, og það eru nokkrir rapparar og slatti af kvendönsurum í ansi efnislitlum fötum. Nema við ætlum að víxla kynjahlutverkunum, þannig að við strákarnir verðum í mjög efnislitlum fötum að dansa mjög kynferðislega, og stelpunar verða að rappa og þykjast vera algjörir töffarar! Þetta verður mjög áhugavert! Og þetta verður birt á netinu á heimasíðu skólans. :D Þið fáið semsagt að sjá þetta, það er að segja ef ykkur langar. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus