miðvikudagur, febrúar 22, 2006

"Good Afternon, Elastic Creative. How May I Direct Your Call?"

Já það er ýmislegt sem maður lendir í um ævina. Þessa stundina líður mér eins og ritara hjá stóru amerísku fyrirtæki. Reyndar er raunin sú að ég er bara nemi hjá frekar litlu fyrirtæki, og hvorugt þeirra sem á að svara í símana eru við þannig að ég þarf að svara. "Drew is out at lunch. May I Direct you to his voicemail?"

Ég er semsagt byrjaður að "vinna" hjá hinu fyrirtækinu í starfsnáminu mínu, Elastic Creative. Ég er hérna tvisvar í viku, miðvikudaga og annað hvort þriðjudaga eða fimmtudaga eftir því hvenær þau þarfnast hjálpar minnar meira. Voandni fæ ég einhver skemmtileg verkefni hérna fljótlega, hingað til hef ég aðallega verið í skítverkunum, hella uppá kaffi og taka til og þannig lagað. Samt fínt að komast eitthvert annað af og til og prófa eitthvað nýtt. Það gengur mjög vel hjá okkur í MediaPosse. Við erum búin að taka upp nokkra stutta sjónvarpsþætti til að æfa okkur á því. Ég var gestur í tveimur þeirra og þáttastjórnandi í einum, þannig að ég er orðin sjónvarpsstjarna! Þetta er reyndar ekki til sýnis neinstaðar eins og er og það stendur ekki til held ég. En ég er amk búinn að losna við bróðurpartinn af myndavélafælni minni sem er ágætt.

Ég hef nú ekki verið mjög iðinn við að blogga þannig að það er frá nógu að segja. Hmmm... á hverju ætti ég að byrja. Heimilið okkar stækkar með hverri vikunni, núna erum við orðin sjö! Chistoffer frá Danmörku ætlar að gista hjá okkur þar til hann finnur sér stað til að búa á. Hann var í starfsnámi hér hjá David í fyrra og var einmitt líka hjá Elastic Creative. Þeim leist svo vel á hann að þeir eru búnir að ráða hann í vinnu! Þannig að hann er fluttur hingað út og ætlar að vinna hjá Elastic í þónokkurn tíma (amk 18 mánuði held ég). Heimilið okkar er farið að líkjast alvöru heimili, við erum komin með sjónvarp (sem ég keypti á 1500 kall íslenskar!), borðstofuborð sem er reyndar þythokkíborð (næstum eins og í Friends), ég er kominn með rúm, hillur, skrifborð og stól inní herbergi til mín, þannig að þetta er allt farið að taka á sig mynd.

Um daginn fórum ég, Camilla og Lára til Santa Cruz með Mauru, vinkonu Camillu sem býr í Palo Alto. Santa Cruz er í tæpra 2ja tíma fjarlægð frá SF, en við tókum lestina til Palo Alto og keyrðum restinna af leiðinni með Mauru. (Það er skrítið að skrifa Mauru. Hún heitir Maura, borið fram Moira.) Þar fórum við á "The Boardwalk", ekta lítinn amerískan skemmtigarð við ströndina. Við fórum í rússíbana, löbbuðum á ströndinni, ég fékk mér Corn-Dog (mjög gott by the way) og við skoðuðum mannlífið. Virkilega gaman að sjá þetta allt og manni leið eins og í amerískri bíómynd. Eftir þetta röltum við um miðbæinn sem var mjög afslappaður og fínn. Ég keypti mér geðveikt flotta Vans skó (æ nó, æ nó, mér finnst gaman að versla skó, voða fyndið, en í þetta skiptið vantaði mig skó) og við fórum á súrefnis-bar sem ég hef aldrei prófað áður. Ég fann varla fyrir neinu þótt það væri eitthvað meira súrefni en vanalega sem ég andaði að mér, en ég get amk sagt að ég hafi prófað súrefnis-bar.

Ég er búinn að vera á leiðinni í bíó núna ansi lengi. Það er ótrúlega langt síðan ég hef farið og mér finnst við ekki hafa gert neitt "venjulegt" hér í borginni. Bara verið að túristast eða hangið heima (þó aðallega verið að vinna). Við fórum reyndar um daginn í Stonestown Mall, sem er soldið langt í burtu. Það var fínt, við fengum okkur Haagen-Daas ís og röltum um í frekar dýrum og flottum verslunum. Annars er svo margt sem mig langar að prófa sem ég á eftir. Við eigum heima rétt hjá Golden Gate Park, sem er risastor garður með allskonar áhugaverðum hlutum (eflaust) en ég hef ekkert kíkt í hann. Eina helgina fljótlega ætlum við svo að leigja bíl og fara til Los Angeles, og kannski stoppa í Six Flags í leiðinni sem er svaka rússíbanagarður. Það verður ekki leiðinlegt.

Ég er að spá í að kaupa mér myndavél sem fyrst (fyrir þá sem hafa áhuga á slíkum hlutum). Ég fann eina góða sem heitir Panasonic FZ30 og ég held að hún henti mér vel. Þetta er samt alltaf mikill hausverkur, því ég get ekki ákveðið hvort mig langar í litla vél se ég get alltaf verið með eða hlunk sem tekur betri myndir. Og hvort sem ég ákveð þá þarf ég að ákveða hversu dýra vél ég fæ mér, hvort ég fari í SLR vél eða eitthvað lakara. Þessi sem ég er að spá í er lík SLR vélunum að mörgu leyti en er ódýrari, og hefur líka kosti umfram þær vélar að mínu mati. Þar ber hæst manual 12x Zoom og snúnings-skjár sem ég er alveg orðinn háður eftir að hafa átt G5 véina.

Það er búið að vera frekar kalt í SF undanfarið, og þá aðallega inní herberginu mínu! Úff hvað það getur verið hrikalega kalt. Það er engin kyndng og það blæs í gegnum gluggana. Hitinn úti fer stundum nálægt frostmarki á nóttunni og þar af leiðandi er ég kominn með hálsbólgu að anda að mér svona köldu lofti á nóttunni. Paw og Rasmus keyptu sér rafmagnsofn til að hita upp sitt herbergi og ég held ég þurfi að fjárfesta í einum slíkum. Það er ekki bara sól og blíða þótt maður eigi heima í Californiu! :) Bið að heilsa ykkur heima á klakanum. Vonandi er ekki svona kalt heima hjá ykkur.
Maggi.
blog comments powered by Disqus