mánudagur, febrúar 20, 2006

Það sem ég sakna frá Íslandi...

Já það er ýmislegt sem maður saknar þegar maður er ekki á Íslandi. Bragðarefur, Draumur, kúlusúkk, og bara allt íslenskt sælgæti, rúnturinn, rúmið mitt, koddinn minn, bíllinn, djammið, íslenskan... eru dæmi um hluti sem ég sakna ekki neitt. Ég sakna fjölskyldu og vina. En umfram allt sakna ég Óskar. Hún er yndisleg. Hún er ástæðan fyrir því að ég get ekki beðið eftir að komast heim aftur.

Það er allt gott að frétta af mér. Nóg að gerast, nóg að segja frá. Aldrei að vita nema ég skrifi eitthvað um það fljótlega. :)

Kær kveðja frá köldu San Francisco.
Maggi.
blog comments powered by Disqus