fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Klukk(u) mismunur

Vikan hjá MediaPosse hefur farið í að klára að setja upp stúdíóið og að testa allt sem testa þarf áður en hægt verður að taka upp eitthvað af viti. Það byrjar allt í næstu viku. Veðrið hefur verið með besta móti, betra en það er vanalega á þessum árstíma. Það er fínt þótt maður geti nú lítið notið þess. Maður kíkir aðeins út þegar það er pása og svona, fer í hakkí sakk og borðar hádegismat frá einhverjum af ótrúlegum fjölda veitingastaða sem eru í nágrenninu.

Ég og Camilla lentum í smá ævintýri í gærdag. Það fór einhver gaur að tala við okkur og hafði rosalegan áhuga á okkur því við vorum frá Norðurlöndunum og hann var einmitt að fara að túra þar með hljómsveitinni sinni eftir tvær vikur. Hann var á leiðnni á tónleika hér í SF það sama kvöld með Metallica, REM, Green Day og nokkrum fleirum af stærstu nöfnum í bransanum og hann ætlaði að bjóða okkur með sér! Þessi gaur leit ekki út fyrir að vera í neinni hljómsveit, hann var frekar gamall (örugglega vel yfir sextugt) og í frekar skítugum fötum. Við Camilla ákváðum að rölta með honum því hann var á leiðnni að ná í miða á tónleikana. Ég varð bara að heyra meira af þessari sögu hans. Hann talaði allan tímann á leiðinni á hótelið þar sem hann ætlaði að kaupa miðana, og vissi reyndar ýmislegt um tónlist og um Norðurlöndin, til dæmis Hróarskeldu. Svo gekk hann með okkur inná fínt hótel og að tíkallasímum þar inni, þar sem hann hringdi í umboðsmann sinn til að láta vita að við ætluðum með honum á tónleikana. Svo kom að því. Hann vildi fá pening fyrir miðunum.

Ég var búinn að pikka í Camillu á meðan hann var í símanum og segja henni að "við værum ekki með neinn pening". Það var það sem við sögðum honum, þótt við værum bæði með nægan pening. Hann vildi bara fá 10 dollara frá hvoru okkar og hann gat ekki lánað okkur fram á kvöldið þegar tónleikarnir byrjuðu því unnusta hans var með kreditkortið hans og var að versla. Ég vissi allan tímann að þetta væri svikahrappur en ég dáðist að því hvað hann nennti að hafa mikið fyrir því að ná af okkur 20 dollurum. Við skildum því við hann og "ætluðum að sækja pening". Til að fullkomna söguna þá röltum við Camilla að gatnamótunum þar sem tónleikarnir áttu að vera á en fundum ekki staðinn. Þar var reyndar gamalt hús í niðurníslu sem var líklega tónleika hús fyrir ansi mörgum árum. Það hefði ekki verið leiðinlegt að fara á tónleika með öllum stærstu rokkböndum heimsins í einu! En sumt er of gott til að vera satt, og þetta var gott dæmi um það. Ég býst ekki við að einhver nái að svíkja útúr mér pening aftur eftir mögnuðustu svik sem ég veit um, sem ég og Biggi lentum í útí Thaílandi sælla minninga. Það er reyndar bara góð saga eftirá, og við fengum flott jakkaföt útúr því. Kannski rifja ég þá sögu upp seinna.

En já, ég var víst klukkaður! Þannig að hér kemur listi yfir fjóra hluti af allskonar dóti. Veij! Enjoy! :)

4 störf sem ég hef unnið yfir ævina:
Kjötvinnsla (ilmur af hráu kjöti í fötunum manns)
Hellulagnir (sandur útum allllt)
Hlaðdeildin (á hnjánum að henda 50. kg töskum / vefja heyrnartól)
Nýjasta djobbið, vídjóvinnsla hjá MediaPosse í San Francisco! :D

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Being John Malcovich
Igby Goes Down
Lost In Translation
Kill Bill

4 staðir sem ég hef búið á:
Ísland (Ísafjörður, Akureyri, Keflavík)
Danmörk (Kolding)
USA (San Francisco)


4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:
Malcolm In The Middle
My Name Is Earl
Lost
Prison Break

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Hmm.... bara fjórir?
Thaíland
Ástralía
Brasilía
Kambódía

4 heimasíður sem ég skoða daglega:
Gmail.com
Óskí :)
Bebba og Hjölli
maggi.tk :p

4 máltíðir sem ég held upp á:
Bananakaka
Bananakaka
Bananakaka
Lasagna (helst frá Familien Dafgård í DK)

4 bækur sem ég les oft:
Catcher In The Rye
(hef engar aðrar bækur lesið oft)

4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
hvar sem er með ósk
uppí bústað hjá ömmu og afa
Bora Bora
Koh Phi Phi

4 manneskjur sem ég ætla að klukka:
Einar þessi
Einar hinn
Jobu Kretz
Jói Bjarni Bjarna

Góðar stundir!

Maggi.
blog comments powered by Disqus