24
Þetta var nú ekki svo erfitt. Ég er núna heima hjá mér og var að koma úr vinnunni núna rétt áðan. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég fór í vinnuna seinnipartinn í gær. Ég vann semsagt í 24 tíma straight og það var bara alls ekki svo slæmt. Ég náði nú alveg að leggja mig svolítið í nótt, einu sinni í klukkutíma og einu sinni í tvo. Það verður samt afskaplega fínt að fá að halla sér á eftir.
Laugardagurinn var frekar misheppnaður verð ég nú að segja. Ég fór á Gaukinn og trallaði þar með verðandi vinsælustu hljómsveit Íslands, Underwater. Ég held ég kalli þá alltaf þetta þegar ég minnist á þá héðan af. Það var að vísu hörkufjör þegar þeir voru að spila en gleðin fór dvínandi eftir því sem leið á. Ég og Johnny erum eiginlega orðnar fyrstu grúppíur þessarar sveitar og erum bara stoltir af því! Þeir voru að hita upp fyrir Skímó. Við vorum nú voða stutt eftir að Skímó byrjuðu enda komum við gagngert til að sjá upphitunarsveitina sem stóð sig með prýði. Ég fékk meira að segja að hjálpa til að stilla upp trommusettinu þeirra áður en þeir byrjuðu, svaka gaman. En já, við fórum til að leita að meiri stemmningu en sú leit bar því miður ekki árangur. Hún fannst barasta hvergi og því fór restin af kvöldinu í að reyna að koma okkur heim sem tókst auðvitað á endanum.
Fréttir úr vinnunni. Ég er búinn að fá framlengdan samning fram að áramótum, en ég er ekkert viss um að ég kæri mig nokkuð um að vinna þarna áfram. Þeir eru búnir að setja á tvöfalt kerfi fyrir alla sem koma nýjir inn sem þýðir að á milli traffíka á ég að vera að vefja saman gömul heyrnatól! Það er nottla ekki mönnum bjóðandi þannig að ég fer eflaust að leita mér að nýrri vinnu. Að vísu er smá uppreisnarhugur í liðinu þarna uppfrá þannig að það gæti verið að eitthvað fari að breytast til batnaðar á þessum vinnustað. Kemur allt í ljós. But enough about me, how have you been?
..:: max ::..
Halló heimur!
Fyrir 3 árum
Fríhelgi framundan. Og hvað gera óheitbundnir, ríkir ungir menn á fríhelgum? Ég er amk ekki að fara að spila Lúdó get ég sagt ykkur. Mig langar að kíkja í bæinn á morgun eftir pílusessjónið mitt (ég ætla að valta yfir þessa dúdda) og finna mér eitthvað techno. Ég er þannig (og hef eflaust minnst nokkrum sinnum á það hérna á blogginu) að öðru hverju, með nokkurra mánaða (helst vikna) millibili, þá verð ég að finna mér þvílíkt techno djamm og taka út uppsafnaða dans-flipp þörf mína fyrir þetta tímabil. Og núna er allt of langt síðan ég djammaði með almennilegri hardcore techno tónlist. Verð að bæta úr því. Verst hvað það eru fáir sem ég þekki sem fíla svoleiðis djamm. Hmmm... anyone? Svo er nottla ball í Stapa á laugardaginn, spurning hvort maður kíki ekki bara þangað líka. Þetta kemur bara allt í ljós. Held það sé amk fín stemmning fyrir þessu balli.
Það var rosalegt veður um helgina. Æðislegt að vera að vinna úti uppá heiði í svona roki. Ég reyndi að tala við einn vinnufélaga minn en það var ekkert hægt, orðin fuku bara burtu og lentu einhverstaðar annarstaðar. Stundum heyrði ég óvart eitthvað sem einhver sagði 200 metrum frá mér því orðin fuku burt frá honum og hittu ekki þann sem hann var að reyna að tala við. Það var svona hvasst.