þriðjudagur, september 28, 2004

Smelltu til að sjá alla myndina!
Meira graffiti!

Þetta tók á...

Ég var voða ánægður áðan að mér tókst að birta myndir með færslunni með því að bæta við smá CSS kóða en ég prófaði útkomuna bara í FireFox vafranum en ekki Internet Explorer. En það virkaði nottla ekki þar og það tók mig tvo klukkutíma að komast að því hvað vandamálið var. En það leystist að lokum og ég mun (vonandi) ekki gera sömu mistök aftur! En nóg um leiðinleg tæknivandræði á blogginu mínu. [Og já fyrir þá sem virkilega vilja vita það þá var lexían sem ég lærði að ef maður ætlar að birta hlut ofaná öðrum hlut í CSS með því að nota z-index (sama hvort hann er 'class' eða 'id') þá verður hann að vera 'position:relative;' til að það virki í I.E. en það virkar samt fínt í öðrum vöfrum.]

Annars er ég bara hress! Strákarnir sem eru með mér í hóp kíktu til mín í dag og við unnum að hönnun vefjarins nýja fyrir ICHI. Á morgun ætlum við að hittast aftur, að vísu heima hjá Þolla (sem er by-the-way að selja playmo-kalla-boli á blogginu sínu!), og vonandi kemst þetta þá á gott skrið hjá okkur.

Ég horfði á Collateral með Tom Cruise í kvöld sem er alveg hreint ágætis mynd. Ég er nú ekki búinn að vera mjög dulegur að horfa á bíómyndir, nóg annað að gera. Að vísu þá er alveg merkilegt hvað maður hefur mikinn tíma eitthvað því það er ekkert lengur sem heitir að fara á rúntinn því maður er ekki með bíl. Maður fer aldrei í bíó því það er langt í burtu (og maður er ekki með bíl) og þeir sýna hvort eð er svo gamlar myndir. Maður getur varla horft á neitt af sjónvarpsstöðvunum þótt þær séu um fjörtíu talsins því meira en helmingurinn af þeim er döbbaður á þýsku og næstum allar aðrar eru bara með rusl hvort eð er. Þannig að maður eyðir frítímanum á netinu eða í að horfa á eitthvað sem maður hefur sótt á netinu. Því er ég búinn að sjá alla þrjá Joey þættina sem er búið að sína í USA (og þeir eru bara mjög fyndnir finnst mér) og líka allt nýjasta Scrubs og That 70's Show og svona. :) En allavega, góða nótt.
Maggi.

E.s: Já ef þið smellið á litlu myndina sem ég set með færslunum þá færðu að sjá alla myndina! En þið eruð nottla svo klár að þið voruð löngu búin að fatta það. Og ég mun aðallega setja myndir sem ég tek sjálfur, það er nottla miklu skemmtilegra! :)

mánudagur, september 27, 2004


Graffiti í Kolding
Tilraunastarfsemi

Ég er bara að leika mér aðeins með hvernig ég get sett inn myndir með færslunum mínum. Búinn að vera að lesa mér meira til um CSS og hvernig það hegðar sér. Það er nú samt alltaf skemmtilegast að fikta sig bara áfram en það er líka mjög hjálpsamt að lesa tutorials á netinu. (Hmmm... hvað er tutorial á íslensku?) Anyhoo, við sjáum til hvernig gengur.

Annars væri nú ekkert vitlaust að hafa nægan texta í þessari færslu til að mydnin kæmist nú alveg skikkanlega fyrir. Þannig að það sem þú ert að lesa núna er bara algjörlega innantómt þvaður bara svo að myndin fái að njóta sín betur. Munurinn á þessu þvaðri og því sem er venjulega í þessum færslum er nú samt lítill. Þetta þvaður er þó ekki að þykjast vera eitthvað sem það er ekki. Jæja, gáum hvort þetta sé nóg bull svo tígrisdýrið taki sig vel út umvafið texta.
MSJ.

föstudagur, september 24, 2004

Hvílík ofvirkni!

Þegar maður fær nýja tölvu og frábæra nettengingu þá endar það með því að maður drattast til að setja inn þessar myndir sem maður er búinn að vera að taka. Ég er semsagt búinn að setja inn nýjan skammt af myndum og það kemur meira fljótlega. Best er að skoða þetta í fullscreen og þá smelliru á 'F11' takkann þegar þú er komin/n á síðuna! Fyrir þá sem voru ekki búnir að sjá færsluna hér á undan þá er fyrsti skammturinn hérna, og sá sem ég var að setja inn er kominn hingað! Vííí!:þ
Maggi.
Say Cheese!!

Jæja þá eru komnar myndir af fyrstu dögunum hérna í Kolding. Þetta eru fyrstu þrír dagarnir og það er nóg til af myndum enn, þetta er bara byrjunin. Fyrsti skammturinn er semsagt hérna! Ég mun henda inn fleiri myndum fljótlega. Og ég vill þakka Gústa kærlega fyrir plássið á servernum! :D
Maggi.
SKYPE ROKKAR!

Núna í kvöld uppgötvaði ég fyrir alvöru hvað Skype er mikið snilldarforrit. Ég talaði við pabba, Höllu systur, Bigga mág og (eftir dúk og disk) Fjólu systur, öll í einu! Og eftir það talaði ég líka við mömmu! Ok, það eru kannski ekki sömu gæði eins og þegar maður talar í símann, en þetta er ókeypis! Algjör snilld get ég sko sagt þér. Nenni ekki að skrifa meira, ég er svo þreyttur, ég þarf nauðsynlega að fara að sofa...
Magggggzzzzzzzz.....

þriðjudagur, september 21, 2004

Les Visiteurs

Það er allt að skýrast með heimsóknir á næstu vikum. Andrés, Biggi og Jómbi koma áttunda október og verða yfir helgina og Jómbi aðeins lengur líklegast. Svo kemur Svabbi til Köben helgina eftir það og maður kíkir kannski á hann. Þorlákur er svo að spá í að koma mánaðamótin okt-nóv. Sjálfur er ég að fara í heimsókn til Svíþjóðar að hitta Ceciliu og Lindu (sem ég og Biggi kynntumst í heimsreisunni) og ég býst við að ég fari á undan þessari heimsóknatörn, s.s. fyrstu helgina í október.

Annars gekk bara ágætlega hjá okkur í verkefnavinnunni í dag. Við erum komnir með þrusugóða hugmynd og ætlum að vinna mikið að því að hún verði að veruleika því það gæti reynst svolítið snúið. Vonandi heppnast það allt saman. Á morgun hittum við fólk frá B-Young og fáum að spyrja þau spjörunum úr.

Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég gæti ekki nýtt tenginguna mína sem skildi, sem sagt í að dánlóda gríðarlegu magni af þáttum og bíómyndum og tónlist, en það reddaðist allt í gær þegar ég var kynntur fyrir BitTorrent. Það er helvíti sniðugt og eflaust kol-ólöglegt forrit sem þrusuvirkar. Í gegnum það getur maður sótt allt ofantalið í miklu magni en fáir nota það heima því fæstir eru með ótakmarkað utanlandsdánlód. Híhíhí. Hmmm... Ætti maður að fara að flokka myndir til að setja á netið...
Maggi.

mánudagur, september 20, 2004

ICHI og Skype

Í dag fengum við nýtt verkefni í skólanum. Það er á þá leið að við eigum að gera nýja heimasíðu fyrir ICHI fatamerkið. Þetta er í eigu B-Young sem er töluvert þekktara merki og er meira að segja héðan úr Kolding! ICHI er fyrir yngri markhóp heldur en B-Young, unglingsstelpur uppí rúmlega tvítugt. Kennararnir voru svo sniðugir að þeir kynjaskiptu hópunum þannig að allir strákarnir þurfa að hanna síðu með stelpur í huga (sem gæti reynst erfitt) og stelpurnar þurfa að spjara sig í að forrita síðuna en fæstar þeirra eru orðnar sleipar í því. Þetta verður því eitthvað áhugavert.

Ég er að vísu kominn með mjög góða hugmynd (að mínu mati) og búinn að bera hana undir Fjólu systur og fékk 'thumbs up' frá henni! Núna er bara að reyna að sannfæra strákana sem erum með mér í hóp um að það sé besta hugmyndin. Ég er í mjög fínum hóp, með tveimur Íslendingum sem heita Bjarni og Þolli og einum Kínverja (sem leggur að vísu lítið til málanna). En ég held að þetta verði fínt og það verður örugglega gaman að vinna að þessu verkefni.

Ég var að prófa Skype í fyrsta skipti áðan og mæli með því að fólk fái sér þetta ágæta forrit, sérstaklega ef það þekkir einhvern sem býr í útlöndum! Hint hint. Með því getur maður semsagt talað við fólk útum allan heim án þess að borga nokkuð fyrir það svo lengi sem fólkið er með internetið! Mjög sniðugt og er svosem búið að vera hægt lengi en fólk er eitthvað tregt til að nýta sér þetta. Um að gera að breyta því!
Magnús.

sunnudagur, september 19, 2004

Yosta and da G5!

Gústi vinur mig á Teglgårdsvej er alveg yfir sig hrifinn af myndavélinni minni og það er auðvitað skiljanlegt, hún er aðgjör snilld! Hún er búin að vera í heimsókn hérna hjá Gústa í rúma vikur og búið að taka á hana alveg fullt af flottum myndum. Drengurinn tók sig til og gerði vídjó með myndunum og setti á netið! Þannig að ég þarf ekkert að hafa fyrir því að setja myndir á netið! Jú ég geri það nú fljótlega líka en þangað til þá getiði skoðað þessi snilldar vídjó sem hann gerði.

Þetta er fyrsta partýið sem myndavélin mættti í og svo vorum við með eitthvað svaka kerta-session og tókum fullt af myndum af kertum! Gústi gerði líka vídjó með myndunum sem ég tók þegar ég fór á rúntinn á Ferrari! Svo var aftur partý í gær en þá tók einhver myndavélina mína og hún endaði í einhverju hommalegu partý í blokkinni hérna en ég náði að bjarga henni þaðan áður en við fórum niður í bæ sem betur fer! En nærri því helmingurinn af myndunum í síðasta vídjóinu er úr þessu partýi.

Allir að skoða þessi vídjó og það koma eflaust fleiri á síðuna hans Gústa fljótlega. Annars er allt gott að frétta! Við erum á leiðinni út að borða, fjórtán manns hvorki meira né minna! Svo byrjar nýtt verkefni á morgun í skólanum á morgun og ég hlakka mikið til að sjá nýja hópinn minn. Já alveg rétt, við fengum fína umsögn um síðasta verkefni, við vorum alveg ágætlega sátt við það bara. Kannski set ég afraksturinn á netið seinna, aldrei að vita. Kveðja úr Danaveldi,
Maggi!

laugardagur, september 18, 2004

Jah

Bloggfóbía. Akkuru segi ég fóbía þegar ég meina æðí? Hehe, nei þetta er ekkert fyndið. Maður er allt of sjaldan online þegar maður er fullur!
Maggi.
High Five!

Ahhh.... Mér líður mjög vel. Ég er búinn að vera í chillinu í dag heima hjá Gústa (vini mínum úr NoMA) með lappann minn að fá hjá honum forrit og leika mér á netinu. Þetta er það sem lífið snýst um, að gera nokkurn veginn ekkert og láta sér líða vel.

Ég var vakinn í morgun þegar einhver dirfðist að hringja dyrabjöllunni hjá mér og fyrst Rebekka var (og er) uppí sveit þá varð ég að fara til dyra. En það kom mér skemmtilega á óvart að þar stóð gaur merktur TDC í bak og fyrir sem vildi ólmur fá að laga símalínuna mína! Hann prófaði allt sem honum datt í hug til að laga þetta en komst á endanum að þeirri niðurstöðu að það hlyti bara einhver að hafa eyðilagt aðal símasnúruna í veggnum þegar íbúðin var tekin í gegn og því þurfti hann að bora í gegnum vegg í stofunni til að komast að símakaplinum sem var úti. Honum tókst að laga þetta eftir dúk og disk og núna er komin internet tenging heima hjá mér í Danmörku! Woohoo!

Þetta þýðir að ég mun blogga meira og vera meira á MSN og að ég tali nú ekki um að vera meira í iSketch! Híhíhíhí, ég er nefnilega búinn að enduruppgötva ást mína á þessum skemmtilegasta netleik í heimi og spila hann alla daga. Hvet alla sem þetta lesa til að kynnast þessum leik eða í það minnsta að endurnýja kynni sín af honum því þetta er algjör snilld!

Ég á fullt af flottum myndum sem ég hef tekið hér í Danaveldi og mun vonandi nenna að setja eitthvað af þeim á netið til að þið getið nú fengið að sjá nýju vini mína og hvernig ég bý og svona. ;) Kær kveðja,
Magnús Sveinn.

föstudagur, september 17, 2004

Ný tölva í mínu lífi

Alltaf er gaman að komast í nýtt dót. Eins og ég talaði um í síðustu færslu hætti ég við Dell tölvuna og ákvað að fá mér tölvu sem kostar 50 þúsund kalli minna og gerir nokkurn vegin það sama. Það er meira að segja DVD-skrifari í þessari sem ég þurfti að sleppa í hinni því hann kostaði 15 þúsund kall! En þetta er semsagt Acer Aspire 1350 og var á tilboði í Bilka, sem er svona alltmuligt verslun um alla Danmörk.

Það er að vísu alveg ótrúlega mikið af svoleiðis verslunum, svona ofurstórmörkuðum sem selja allt milli himins og jarðar. Þrjár stærstu eru Bilka, Fötex og Fakta (sem er rétt hjá okkur). Svo er auðvitað Storcenter sem er Kringlan hér í Kolding. Storcenter er rétt hjá skólanum (5 mín ganga) og þar er alveg riiiisastór Bilka verslun. Þar keypti ég tölvuna mína nýju og DVD spilarann minn og alveg fullt af hlutum til heimilisins.

Ég komst í gær að því af hverju Internet tengingin okkar er búin að láta svona illa. Símalínan var biluð og því náðist ekkert signal! Ég er svoooo ánægður að hafa loksins áttað mig á þessu, ekki bara af því að núna get ég fengið tenginguna mína langþráðu, heldur af því að núna veit ég að það var ekki heimsku minni að kenna af hverju ég gat ekki sett upp þessa einföldu internet-tengingu. Það kemur (vonandi) einhver kall frá TDC (stærsta danska símafyrirtækinu) og ætlar að reyna að laga símatengin okkar (eða hvað það er sem er að þessu helvíti). Ég fæ því vonandi tenginguna fyrir helgina. (fingers crossed)

Nú er að koma helgi og aldrei þessu vant er ekkert planað. Ég hef þó engar áhyggjur af þessu, það mun eflaust eitthvað skemmtilegt koma uppá eins og undanfarnar helgar og ef það gerir það ekki þá lætur maður bara eitthvað gerast! Það er nefnilega engin heimavinna um helgina því við vorum að klára þriggja vikna verkefni og byrjum á nýju á mánudaginn. Ég er einmitt að fara að fá kampavín (býst nú við því að það sé nú bara bjór) og fá umsögnina um síðuna okkar. (meira fingers crossed). Þangað til næst! :)
Maggi.

miðvikudagur, september 15, 2004

Ísland er lítið land...

Ég lenti í ótrúlega fyndnu atviki á sunnudaginn. Ég var bara heima í mestu makindum (þynnka + sjónvarp) og fékk mjög skrítið SMS. Þar var ég spurður hvort ég hefði verið staddur í utandyra house partýi klæddur í kjól og með sjal viku áður en ég flutti til Danmerkur. Eins skrítið og þetta hljómar þá er þetta akkúrat það sem gerðist! Ég fór í partý til vinkonu minnar viku áður en ég flutti út, og það breyttist í furðufatapartý og ég fór í alveg forljótan kjól, setti á mig hatt og sjal og við fórum svoleiðis á djammið. Ég var líka í því að draga fólk inn til að velja sér föt og á sunnudaginn uppgötvaðist að ein af stelpunum sem er með mér hérna í bekk hérna úti var í þessu partýi! Ég talaði meira að segja við hana og lét hana fara í forljóta bleika blússu! Ég mundi ekkert eftir henni þegar skólinn byrjaði og hún ekki nógu mikið eftir mér til að fatta að ég hafi verið sami gaurinn. Þetta er ótrúlega tilviljun finnst mér. Og sýnir vel hvað ég er mannglöggur eða þannig að hafa ekki þekkt hana aftur viku seinna þegar við hittumst svo í skólanum. (Og nei, ég var ekki mjög fullur því þetta var frekar snemma um kvöldið þegar við vorum að dressa okkur upp...)

Ég hætti skyndilega við tölvukaup um daginn. Ég ákvað að sleppa því að fá mér eitthvað voða merki og ákvað að kaupa mér bara ódýra tölvu sem er næstum alveg jafn góð. Ég sparaði mér rúmlega 50 þúsund kall og fékk DVD skrifara að auki! Þannig að ég er sáttur. Fátækir námsmenn verða líka að læra að spara. Ég er að fara að sækja tölvuna núna eftir hálftíma og ætla að reyna að koma henni í netsamband í kvöld. :)

Loksins tókst mér að ná í skottið á húsverðinum okkar þannig að hann gæti selt mér kort sem virkar í sameiginlega þvottahúsið. Ég hef ekkert náð að þvo síðan ég kom hérna út og það er allt orðið skítugt og ég hef þurft að þvo í höndunum tvisvar. En ég fékk kortið loksins í morgun og get því farið þvo allt sem ég á!

Það er annars bara allt gott að frétta, fyrsta stóra verkefnið er að klárast í skólanum og það er sýning núna á föstudaginn þar sem við sýnum allt sem við gerðum. Þetta verkefni fjallar um Max Havelaar sem er stofnun sem hjálpar bændum og vinnufólki í fátækum löndum og veitir þeim gott aðgengi á markaði hér í Evrópu og tryggir að þau fái mannsæmandi laun. Við áttum að gera heimasíðu til að kynna nýja merkið þeirra fyrir aldurshópinn 18-25 ára. Þetta gekk alveg ágætlega hjá okkur en það verður gott að komast í nýtt verkefni. Það byrjar strax á mánudaginn! Þá verða engar kennslustundir heldur eyðum við öllum okkar tíma í verkefnið. Það verður spennandi og vonandi krefjandi.

Og fyrir þá sem halda að ég eyði ekki nægum tíma í námið hérna úti þá fengum við úrlausnir úr fyrstu prófunum okkar í dag og ég var einn af fjórum efstu í árganginum. Það ættu allir að vera sáttir við þá útkomu held ég. :) Þetta voru ekki próf sem gilda til einkunnar heldur bara til að sjá hvar við stöndum í námsefninu og ég stóð mig bara ágætlega í þessu. Ég er búinn að horfa mjög mikið á Malcolm in the Middle og það hefur kannski hjálpað mér. :) Bið að heilsa öllum heima sem ekki lesa bloggið! Kveðja,
Maggi.

fimmtudagur, september 09, 2004

In the glass house...

Í skólanum mínum er allt úr gleri. Einn "veggur" í hverri kennslustofu er úr gleri þannig að það sést inn í allar stofurnar úr tölvuverinu. Innan um allar stofurnar eru nefnilega tölvur til afnota fyrir nemendur margmiðlunardeildarinnar. Þetta er svokallað "opið lærdómsumhverfi". Það er svosem ágætt því þá týnir maður aldrei bekknum sínum. Ef maður veit ekki hvar maður á að vera (sem er oftar en ekki því stundaskráin breytist í hverri viku) þá getur maður bara kíkt inn í allar stofurnar og gáð hvort maður sjái ekki bekkinn sinn einhverstaðar. Þetta getur líka verið pirrandi því það er oft eitthvað fyrir utan stofuna sem fangar athygli manns og maður missir af einhverju sem kennarinn sagði.

Tölvukosturninn hérna mætti vera betri. Tölvurnar eru svosem ágætar en ég fæ hausverk í hvert skipti sem ég sit lengur en kortér við tölvuskjá hérna því þeir eru ekki nema 60 Hz og það er ekki nóg. Sumir koma með fartölvuna sína í skólann og tengjast við netið með því að stela netkapli úr einni af borðtölvunum í tölvuverinu. En þetta stendur allt saman til bóta. Það er að koma þráðlaust net í skólann (hefur maður heyrt amk) og ég er búinn að kaupa mér fartölvu! Já ég nennti þessu brasi ekki lengur og pantaði mér Inspiron 8600C vél á Dell.dk í fyrradag. Ég fæ hana senda í næstu viku. Svo fengum við nettengingu heim í gær, 2 MB, þráðlaust, ótakmarkað niðurhal bæði erlent og innlent. Ekki slæmt það, nema það að mér tókst ekki að setja það upp í gær og ætla því að fá einhvern tölvusnilling hérna í skólanum til að kíkja í heimsókn og redda þessu.

Það er allt gott að frétta. Ég fór í grillveislu á þriðjudaginn og það var mjög gaman, eiginlega of gaman því það endaði í einhverju skralli niður í bæ. Við lögðum undir okkur heilan bar og sungum hástöfum með gítarundirspili eins og Íslendingum er einum lagið. Á morgun er svo enn stærri grillveisla í einum af mörgum görðum bæjarins og það verður eflaust hátíð sem endist langt fram á næsta dag. Maður er því ekkert að drukkna í skólaverkefnum heldur man alveg eftir því að skemmta sér inná milli. Veðrið er líka búið að vera alveg frábært undanfarna daga og það spillir ekki fyrir.

Þegar ég fæ fartölvuna mína nýju flottu er ekkert því til fyrirstöðu að ég setji inn myndir, og þá verð ég töluvert oftar á MSN ef einhver þarf að ná í mig eða bara til að spjalla. Kveðja frá Danmörku,
Magnús.

föstudagur, september 03, 2004

Danaveldi í öllu sínu veldi

Það er bara helvíti fínt að búa í Danmörku. Veðrið (ég er nottla ennþá Íslendingur þannig að ég er skuldbundinn að tala um veðrið) er búið að vera frekar skítt síðan við komum út eins og reyndar í allt sumar hérna í Danmörku. Rigning uppá hvern einasta dag, en aldrei samfleytt í heilan dag því það er oft sólskin þar á milli. Voða skrítið eitthvað. Maður kannast kannski við þetta að heiman en ekki margar vikur í röð.

Í þessari viku er ég búinn að vera voða duglegur að hreyfa mig því það eru alltaf einhverjir að hittast til að spila hinar og þessar íþróttir. Á miðvikudaginn fór ég í fótbolta, í gær fór ég í körfubolta, og á eftir fer ég í Beach-Volley! Strandblak er (eins skringilega og það hljómar) vinsælasta íþróttin í skólanum og það er bara alveg þrusu gaman að spila! Við spilum nú ekki tveir á tvo eins og á ólympíuleikunum heldur eru fjórir (eða fjögur) í liði og alltaf mikil stemmning.

Skólinn gengur bara vel. Við erum byrjuð á fyrsta verkefninu og það gengur alveg ágætlega. Öll verkefnin hérna eru gerð í hópvinnu og við erum búin að læra ýmislegt um hvernig hópvinna á að ganga fyrir sig. Námið mitt skiptist í fjóra hluta. Það er viðskiptahlutinn, hönnun, forritun og samskipti. Þannig skiptast tímarnir sem við förum í og bækurnar sem við lesum. Verkefnin eru stór og viðamikil og snúa að öllum þessum greinum. Þetta verður yfirleitt útlitshönnun og forritun á vefsíðum, ásamt miklum undirbúningi og alskonar skipulagningu sem við lærum í viðskiptaáfanganum. Svo lærum við hvernig við eigum að markaðssetja vöruna okkar og hvernig við eigum að tala við viðskiptavini okkar og ná okkur í fleiri kúnna í samskiptaáfanganum.

Þetta nám er sem sagt mjög sniðugt því þótt maður fari meira í eina átt en aðra að loknu þessu námi, t.d. í að forrita vefsíður eða í grafsíka hönnun, þá er rosalega gott að hafa grunn í hinu svo maður viti útá hvað það gengur. Fyrir utan auðvitað að það lítur mjög vel út þegar maður sækir um vinnu að maður geti hoppað inní hvaða stöðu sem er og hjálpað til. Ég veit ekki enn hvað ég vill gera eftir þetta nám en það getur vel verið að ég komist að því þegar ég er að grúska í öllum þessum greinum á sama tíma. Það lítur sem sagt út fyrir að þessi tvö ár hérna í NoMA verði mjög skemmtileg.
Maggi.

E.s: Ég lofa að skrifa oftar ef þið farið að kommenta meira! Það er eins og öllum sé sama um mann þegar maður er fluttur til útlanda! Voruði kannski bara fegin að losan við mig?