mánudagur, september 27, 2004


Graffiti í Kolding
Tilraunastarfsemi

Ég er bara að leika mér aðeins með hvernig ég get sett inn myndir með færslunum mínum. Búinn að vera að lesa mér meira til um CSS og hvernig það hegðar sér. Það er nú samt alltaf skemmtilegast að fikta sig bara áfram en það er líka mjög hjálpsamt að lesa tutorials á netinu. (Hmmm... hvað er tutorial á íslensku?) Anyhoo, við sjáum til hvernig gengur.

Annars væri nú ekkert vitlaust að hafa nægan texta í þessari færslu til að mydnin kæmist nú alveg skikkanlega fyrir. Þannig að það sem þú ert að lesa núna er bara algjörlega innantómt þvaður bara svo að myndin fái að njóta sín betur. Munurinn á þessu þvaðri og því sem er venjulega í þessum færslum er nú samt lítill. Þetta þvaður er þó ekki að þykjast vera eitthvað sem það er ekki. Jæja, gáum hvort þetta sé nóg bull svo tígrisdýrið taki sig vel út umvafið texta.
MSJ.
blog comments powered by Disqus