föstudagur, september 17, 2004

Ný tölva í mínu lífi

Alltaf er gaman að komast í nýtt dót. Eins og ég talaði um í síðustu færslu hætti ég við Dell tölvuna og ákvað að fá mér tölvu sem kostar 50 þúsund kalli minna og gerir nokkurn vegin það sama. Það er meira að segja DVD-skrifari í þessari sem ég þurfti að sleppa í hinni því hann kostaði 15 þúsund kall! En þetta er semsagt Acer Aspire 1350 og var á tilboði í Bilka, sem er svona alltmuligt verslun um alla Danmörk.

Það er að vísu alveg ótrúlega mikið af svoleiðis verslunum, svona ofurstórmörkuðum sem selja allt milli himins og jarðar. Þrjár stærstu eru Bilka, Fötex og Fakta (sem er rétt hjá okkur). Svo er auðvitað Storcenter sem er Kringlan hér í Kolding. Storcenter er rétt hjá skólanum (5 mín ganga) og þar er alveg riiiisastór Bilka verslun. Þar keypti ég tölvuna mína nýju og DVD spilarann minn og alveg fullt af hlutum til heimilisins.

Ég komst í gær að því af hverju Internet tengingin okkar er búin að láta svona illa. Símalínan var biluð og því náðist ekkert signal! Ég er svoooo ánægður að hafa loksins áttað mig á þessu, ekki bara af því að núna get ég fengið tenginguna mína langþráðu, heldur af því að núna veit ég að það var ekki heimsku minni að kenna af hverju ég gat ekki sett upp þessa einföldu internet-tengingu. Það kemur (vonandi) einhver kall frá TDC (stærsta danska símafyrirtækinu) og ætlar að reyna að laga símatengin okkar (eða hvað það er sem er að þessu helvíti). Ég fæ því vonandi tenginguna fyrir helgina. (fingers crossed)

Nú er að koma helgi og aldrei þessu vant er ekkert planað. Ég hef þó engar áhyggjur af þessu, það mun eflaust eitthvað skemmtilegt koma uppá eins og undanfarnar helgar og ef það gerir það ekki þá lætur maður bara eitthvað gerast! Það er nefnilega engin heimavinna um helgina því við vorum að klára þriggja vikna verkefni og byrjum á nýju á mánudaginn. Ég er einmitt að fara að fá kampavín (býst nú við því að það sé nú bara bjór) og fá umsögnina um síðuna okkar. (meira fingers crossed). Þangað til næst! :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus