laugardagur, september 18, 2004

High Five!

Ahhh.... Mér líður mjög vel. Ég er búinn að vera í chillinu í dag heima hjá Gústa (vini mínum úr NoMA) með lappann minn að fá hjá honum forrit og leika mér á netinu. Þetta er það sem lífið snýst um, að gera nokkurn veginn ekkert og láta sér líða vel.

Ég var vakinn í morgun þegar einhver dirfðist að hringja dyrabjöllunni hjá mér og fyrst Rebekka var (og er) uppí sveit þá varð ég að fara til dyra. En það kom mér skemmtilega á óvart að þar stóð gaur merktur TDC í bak og fyrir sem vildi ólmur fá að laga símalínuna mína! Hann prófaði allt sem honum datt í hug til að laga þetta en komst á endanum að þeirri niðurstöðu að það hlyti bara einhver að hafa eyðilagt aðal símasnúruna í veggnum þegar íbúðin var tekin í gegn og því þurfti hann að bora í gegnum vegg í stofunni til að komast að símakaplinum sem var úti. Honum tókst að laga þetta eftir dúk og disk og núna er komin internet tenging heima hjá mér í Danmörku! Woohoo!

Þetta þýðir að ég mun blogga meira og vera meira á MSN og að ég tali nú ekki um að vera meira í iSketch! Híhíhíhí, ég er nefnilega búinn að enduruppgötva ást mína á þessum skemmtilegasta netleik í heimi og spila hann alla daga. Hvet alla sem þetta lesa til að kynnast þessum leik eða í það minnsta að endurnýja kynni sín af honum því þetta er algjör snilld!

Ég á fullt af flottum myndum sem ég hef tekið hér í Danaveldi og mun vonandi nenna að setja eitthvað af þeim á netið til að þið getið nú fengið að sjá nýju vini mína og hvernig ég bý og svona. ;) Kær kveðja,
Magnús Sveinn.
blog comments powered by Disqus