þriðjudagur, september 28, 2004

Smelltu til að sjá alla myndina!
Meira graffiti!

Þetta tók á...

Ég var voða ánægður áðan að mér tókst að birta myndir með færslunni með því að bæta við smá CSS kóða en ég prófaði útkomuna bara í FireFox vafranum en ekki Internet Explorer. En það virkaði nottla ekki þar og það tók mig tvo klukkutíma að komast að því hvað vandamálið var. En það leystist að lokum og ég mun (vonandi) ekki gera sömu mistök aftur! En nóg um leiðinleg tæknivandræði á blogginu mínu. [Og já fyrir þá sem virkilega vilja vita það þá var lexían sem ég lærði að ef maður ætlar að birta hlut ofaná öðrum hlut í CSS með því að nota z-index (sama hvort hann er 'class' eða 'id') þá verður hann að vera 'position:relative;' til að það virki í I.E. en það virkar samt fínt í öðrum vöfrum.]

Annars er ég bara hress! Strákarnir sem eru með mér í hóp kíktu til mín í dag og við unnum að hönnun vefjarins nýja fyrir ICHI. Á morgun ætlum við að hittast aftur, að vísu heima hjá Þolla (sem er by-the-way að selja playmo-kalla-boli á blogginu sínu!), og vonandi kemst þetta þá á gott skrið hjá okkur.

Ég horfði á Collateral með Tom Cruise í kvöld sem er alveg hreint ágætis mynd. Ég er nú ekki búinn að vera mjög dulegur að horfa á bíómyndir, nóg annað að gera. Að vísu þá er alveg merkilegt hvað maður hefur mikinn tíma eitthvað því það er ekkert lengur sem heitir að fara á rúntinn því maður er ekki með bíl. Maður fer aldrei í bíó því það er langt í burtu (og maður er ekki með bíl) og þeir sýna hvort eð er svo gamlar myndir. Maður getur varla horft á neitt af sjónvarpsstöðvunum þótt þær séu um fjörtíu talsins því meira en helmingurinn af þeim er döbbaður á þýsku og næstum allar aðrar eru bara með rusl hvort eð er. Þannig að maður eyðir frítímanum á netinu eða í að horfa á eitthvað sem maður hefur sótt á netinu. Því er ég búinn að sjá alla þrjá Joey þættina sem er búið að sína í USA (og þeir eru bara mjög fyndnir finnst mér) og líka allt nýjasta Scrubs og That 70's Show og svona. :) En allavega, góða nótt.
Maggi.

E.s: Já ef þið smellið á litlu myndina sem ég set með færslunum þá færðu að sjá alla myndina! En þið eruð nottla svo klár að þið voruð löngu búin að fatta það. Og ég mun aðallega setja myndir sem ég tek sjálfur, það er nottla miklu skemmtilegra! :)
blog comments powered by Disqus